Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun