RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:30 Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. RÚV ætlar hins vegar að meina mér um þá ánægju annað árið í röð, ásamt öllum öðrum sem geta ekki horft upp á Ísland deila sviði með Ísrael vegna þjóðarmorðs og stríðsglæpa. Ef af verður mun RÚV glutra niður tækifæri til að fylgja vilja almennings í málinu: Í fyrra vildi minna en þriðjungur Íslendinga að RÚV tæki þátt í Eurovision það árið, meirihluti vildi að við sætum hjá. 60% vildi að Ísland sæti hjá ef Ísrael tæki þátt. 76% landsmanna fannst að útiloka ætti Ísrael frá þátttöku. Rúmlega 9000 undirskriftir voru færðar RÚV þar sem RÚV var beðið að hætta við þátttöku ef Ísrael væri með. En rétt eins og í fyrra, þó vilji almennings lægi fyrir, þorir stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni að taka slíka umræðu, hvað þá kjósa um hana, eins og sjá má á facebook-færslu stjórnarmeðlims um málið. Stjórnin hefur því neitað að ræða málið í tvígang og útvarpsstjóri hefur þegar þetta er skrifað þegar tekið á mótib) rúmlega 9000 undirskriftum almennings vegna Eurovision 2024c) yfir 500 undirskriftum íslensks tónlistarfólks vegna Eurovision 2024 d) opnu bréfi fyrrum Eurovision-aðdáenda vegna Eurovision 2025 ...en aðhefst samt nákvæmlega ekkert. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur bæði árin borið fyrir sig aðgerðaleysi norrænna útvarpsstöðva til að afsaka sitt eigið, eins og Ríkisútvarpið hafi einfaldlega ekki nokkra sjálfstæða stefnu heldur fylgi hjörðinni, þó það þýði að fara gegn skýrum vilja almennings? Hvað ætli þurfi til að RÚV fari eftir almenningsvilja, já og utanríkisstefnu Íslands? Utanríkisráðherrar undanfarinna ára hafa ítrekað lagt áherslu á að Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslensk utanríkisstefna byggir á skýrum skuldbindingum um að tryggja ábyrgð þeirra sem brjóta gegn mannréttindum, enda er réttlæti forsenda friðar og öryggis fyrir heimsbyggðina alla. Á sama tíma og það getur talið eðlilegt upp að vissu marki að miða ákvarðanir og gjörðir RÚV við kollega á Norðurlöndum þá er erfitt að sjá hvernig það trompi markmið RÚV um að vera fjölmiðill í almannaþágu, þ.e. í þágu almennings á Íslandi. Skv. lögum um RÚV þá er eitt af markmiðum þess að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi og stofnunin á að rækja hlutverk sitt af fagmennsku, heiðarleika og virðingu. Þess vegna er það með ólíkindum, þegar RÚV er fullkunnugt um afstöðu meirihluta íslensku þjóðarinnar og helsta tónlistarfólks landsins, að ekki sé einu sinni hægt að greiða atkvæði um ályktun! Þar að auki er nú þegar m.a.s. komið fordæmi þar sem stjórn ríkissjónvarps Slóveníu hefur farið fram á við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (The European Broadcasting Union - EBU) að vísa Ísrael úr keppni, og stjórn spænska ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að hún muni, að beiðni útvarpsstjóra, ræða hvort stöðin eigi að kalla eftir að Ísrael verði vikið úr keppni. Ljóst er að þjóðin myndi styðja RÚV heilshugar í að gera það rétta í stöðunni. Ekki er hægt að sjá að slíkt væri á einhvern hátt í ósamræmi við utanríkisstefnu Íslands, heldur þvert á móti. Stefán Eiríksson og stjórn RÚV: Ég hvet ykkur til að sýna hugrekki og sjálfstæði og starfa í þágu íslensks almennings. Beitið ykkur fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision 2025, eða dragið Ísland úr keppninni ella. Undirskriftalista sem hvetur RÚV til dáða í þessum efnum má finna hér. Skrifum öll undir og krefjumst þess að RÚV gefi okkur Eurovision-gleðina aftur! Höfundur er svekktur Eurovision-aðdáandi.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar