Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar 4. mars 2025 14:01 Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar