Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar 5. mars 2025 07:03 Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Margir hafa bent á að menntamálum hafi ekki verið gert nægilega hátt undir höfði í stjórnmálaumræðunni. Því get ég verið sammála. Menntun og það skólaumhverfi sem börn alast upp í er gríðarlega mikilvægur þáttur í velferðarsamfélagi. Skólaumhverfi sem styður við þroska og farsæld barna, skólaumhverfi sem hvetur þau til dáða, skólaumhverfi þar sem öllum líður vel, finna sig örugg og geta óhrædd verið þau sjálf. Skólaumhverfi – þar sem virðing, vinátta og samkennd eru í hávegum höfð – er lykilatriði í farsælu skólasamfélagi. Til þess að skapa slíkar aðstæður þarf öfluga faglega forystu, vel menntaða kennara og fjölbreytta faglega þekkingu innan skólans, eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Samvinna milli þessara aðila þarf að vera góð og skilvirk. Námið þarf að vera fjölbreytt, einstaklingsmiðað og sveigjanlegt þannig að hægt sé að koma á móts við ólíkar þarfir. Starfsaðstæður og námsumhverfi þurfa að tryggja að þetta sé unnt. Auk þess að styðja við nemendur á skólinn að hvetja þá til að taka ábyrgð á námi sínu og þróa með sér gagnrýna hugsun. Hann á jafnframt að efla nemendur til samvinnu, sýna ólíkum viðhorfum virðingu og þjálfa þá í gerð málamiðlana. En slík hæfni er forsenda gæfuríkrar þátttöku í samfélaginu. Námsmat þarf því einnig að vera fjölbreytt, upplýsandi, leiðbeinandi og skýrt. Námsmat þarf að vera þannig fram sett að nemandi læri af því og það nýtist við gerð annarra verkefna. Námsmat þarf að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í hverju viðfangsefni fyrir sig og skapa þarf svigrúm til að nemandi geti tekið framförum. Af þessu má sjá að samræmd próf eins og við þekkjum þau passa illa inn í þetta ferli þar sem þau mæla mjög afmarkaða hæfni nemanda. Blæbrigði og dýpt þekkingar nemenda fá lítið eða ekkert notið sín í slíkum prófum. Samræmd próf eru einnig mjög streituvaldandi fyrir hóp nemanda, sem hefur þær afleiðingar að þessir nemendur eiga það til að efast um þekkingu sína, verða mjög óöruggir og eiga því erfitt með að sýna hvað í þeim býr. Gengi í samræmdu prófi ræðst af dagsformi. Þau mæla eingöngu hver staða barnsins er í afmörkuðum hluta námsefnis á þessum mínútum sem prófið tekur. Það má líkja þessu við það að samræmt próf sé bara ein mynd í stóru myndaalbúmi og gefi því ekki heildstæða mynd af færni eða þekkingu nemanda. Samræmt námsmat þarf að vera til þess að mæla framfarir nemenda og hugsanlega möguleg frávik, en ekki til að setja mælistiku á gæði skólastarfs eða gera samanburð á milli nemenda. Því má segja að helstu gæði í skólastarfi felist í að jafnvægi sé á milli námsárangurs og félagslegrar velferðar nemenda. Að hver nemandi fái tækifæri til að blómstra, læra og dafna. Til þess að svo megi verður að tryggja að í skólunum sé öflugt faglegt starf og þær ákvarðanir sem eru teknar um rekstur séu á faglegum grunni með farsæld nemenda, allra nemenda, að leiðarljósi. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun