Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 14:03 Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar hafa komið sér upp góðum aðferðum við að taka við nýjum börnum. Ferlið er kallað aðlögun. Ung börn sem hafa aldrei verið á leikskóla fyrr, eru skiljanlega óörugg fyrst þegar ætlunin er að skilja þau eftir á leikskóla, án foreldra. Fyrstu dagana á leikskólanum þarf því foreldri að fylgja með. Til að byrja með hangir barnið í foreldrinu, með óljósan grun og óöryggi um að vera skilið eftir. En smám saman öðlast barnið vaxandi öryggi. Það grípur til leikfangs, og eða færir sig örlítið frá foreldrinu. Öryggishringurinn stækkar og barnið byrjar að kanna leikskólann. En í þessu ferli, aðlöguninni, skiptir mestu máli að foreldrið sýni enga óþolinmæði. Það kann vissulega að vera freistandi fyrir upptekið foreldrið að ætla sér að hraða aðlögunarferlinu, ýta barninu af stað, yfirgefa það fyrr en áætlað var. En það eru mistök. Barnið getur auðveldlega hrokkið í baklás, allt hið áunna öryggi hverfur og það er allt eins líklegt að aðlögunin taki enn lengri tíma fyrir vikið. Nei, það sem foreldrið vill gera er að halda rólegri nærveru, vera örugg höfn fyrir barnið, sem barnið getur kannað leikskólaumhverfið sitt út frá. Og þannig gerist það að smám saman öðlast barnið það öryggi og það sjálfstraust sem það þarf til að kanna heiminn og finna frelsi sitt á leikskólanum. Þegar það gerist, þá telst barn aðlagað: Þegar það hefur í senn fundið öryggi til að vera og hugrekki til að kanna. Lífsins aðlögun En aðlögun fer fram víðar en á leikskólanum. Já, kannski má segja að aðlögun á leikskóla sé eins og smækkuð mynd af þeirri aðlögun sem fer fram í lífinu öllu. Fólk hefur fengið mismunandi vöggugjöf í þeim efnum. Sum okkar muna eftir því að hafa ekki fundið öryggi sitt í lífinu. Kannski voru aðstæður á heimili slíkar að þær sköpuðu lítið öryggi, eða bara öryggi upp að vissu marki. Og svo er annað og það er að við erum mismunandi að uppleggi, komum með mismunandi tilhneigingar inn í þennan heim. Sama hvert upplegg okkar er, og okkar fyrstu aðstæður, þá breytir það ekki því að við þörfnumst öll aðlögunar. Og þá aðlögunar í þessum skilningi leikskólans: Við þurfum á því að halda að geta fundið öryggi okkar í að rata um heiminn, og takast á við lífsins áskoranir. En nú vandast málið ef við sjálf erum orðin fullorðin, ekki satt? Hvar ætlum við þá að finna öryggi okkar þegar foreldri okkar vakir ekki lengur yfir hverju skrefi okkar? Hvernig ætlum við þá að aðlagast að heimi og aðstæðum sem eiga það til að breytast? Eins og börnin þá upplifir fullorðið fólk ótta og óöryggi við mismunandi og breytilegar aðstæður lífsins. En hvað gerir það þá? Hvernig mætir það sjálfu sér þá? Bregst það við gagnvart sjálfu sér eins og þolinmótt og myndugt foreldri. Eða sýnir það sjálfu sér óþolinmæði, hryssingsheit, skilningsleysi, fyrirlitningu? Hvernig bregst þú við lífsins áskorunum? Og hvernig gengur aðlögunin? Við erum ekki ein Í gegnum aldirnar hefur sá menningarheimur sem við lifum og hrærumst í haft þann skilning að að baki allri veröldinni sé myndugt foreldri sem sé Guð. Jesús Kristur lýsir í ritningunum hvernig sá Guð er eins og hirðir sem elskar hvert einasta lamb í hjörð sinni, og eins og faðir sem tekur á móti hverju týndu barni sem snýr sér aftur til hans. Það getur ekki annað verið, en að það hjálpi aðlögun okkar í lífinu að sjá og skilja að það er elskandi og skapandi hugur að baki öllu, sem veitir okkur öryggi til að vera frjáls, kanna heiminn og verða öðrum að gagni. Aðlögun í þessum skilningi snýst því fyrst og fremst um að vera í sambandi við veruleikann. Bæði veruleika okkar daglega lífs, og veruleikann sem er að baki öllum veruleika. Við erum ekki ein. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar