Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar 6. mars 2025 20:34 Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar