10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar 7. mars 2025 13:31 Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu: 1. Lítum á innihaldið Símar í einkaeigu bjóða upp á aðgengi að ýmsum öppum og samfélagsmiðlum sem eru ekki við hæfi barna. Lágmarks aldurstakmark samfélagsmiðla er gjarnan 13 ár og byggir aldursmatið á söfnun persónuupplýsinga um börn. Þá þarf að huga að aðgengi barna að skaðlegu efni, áreiti og áreitni sem þau kunna að verða fyrir, en það er ekki tekið með í mati á aldursviðmiði samfélagsmiðla. Ef innihald efnis á samfélagmiðlum væri metið á sama hátt og bíómyndir og sjónvarpsþættir þá fengju sumir miðlar aldursmerkingu allt upp í 18 ára. 2. Notkun ekki sama og fræðsla Fræðsla er algjört lykilatriði í allri umræðu um síma og önnur skjátæki. Í mörgum skólum eru kennarar sem búa yfir mikilli færni til að kenna stafræna borgaravitund, miðlalæsi og félagslegt netöryggi. Það er þó ekki alltaf staðan. Umræðan getur ekki einungis snúist um aðgengi að tækjum þegar við höfum ekki tryggt aðgengi að fræðslu, forvörnum og úrræðum til að bregðast við í alvarlegum tilfellum. Á fræðsla að vera unnin áfram af hugsjón og góðum vilja í sjálfboðavinnu? Hvernig erum við að styðja við starf þeirra kennara og frístundafulltrúa sem eru að vinna með stafræna tækni í sínu starfi? 3. Það eiga ekki öll börn síma Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar HÍ í 53 grunnskólum um allt land áttu 87% barna í 4.-7. bekk og 97% í 8.-10. bekk sinni eigin síma. Flest börn eiga vissulega síma en ekki öll. Þessir símar eru ekki allir nýir og flottir snjallsímar. Sum börn eiga takkasíma og önnur börn eiga eldri síma. Ef símann á að nýta til náms sitja ekki öll börn við sama borð og hættan er að við mismunum börnum eftir efnahag og félagslegri stöðu. 4. Síminn er ekki eina skjátækið sem völ er á Margir skólar bjóða nemendum skjátæki eins og spjaldtölvur sem nota má í staðinn fyrir síma í einkaeigu. Skólar hafa litla yfirsýn yfir þau öpp og miðla sem er að finna í tækjum í einkaeigu en það er auðveldara að hafa slíka yfirsýn yfir tæki í eigu skólans. Þar er hægt að setja upp veggi, síur og stillingar sem betur tryggja öryggi og aðgengi nemenda. 5. Svigrúm fyrir mismunandi þarfir Hér er fjallað almennt um notkun á skjátækjum. Því er rétt að minna á að börn og ungmenni eru mörg og mismunandi eins og við öll. Útfærslan þarf að taka mið að því að skilið sé eftir svigrúm til að vinna með mismunandi þarfir barna og ungmenna, og áskoranir geta verið fjölbreyttar. Síminn getur haft hlutverki að gegna t.d. varðandi stýringu á lyfjagjöf, aðgengi fyrir sjónskerta og þýðingu fyrir þau sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er mikilvægt að við útilokum ekki nauðynleg hjálpartæki, fyrir þau börn sem þurfa á því að halda, í þeim tilfellum þar sem tæki í eigu skólans getur ekki leyst tæki í einkaeigu af hólmi. 6. Símafrí, símasátt eða símabann Samstaða, samráð og samtal eru lykilatriði þegar að við nálgumst þetta málefni. Fjölmiðlanefnd hefur aðstoðað fjölda skóla og sveitarfélaga við að útfæra reglur og ramma um skjánotkun í skólastarfi. Samhliða því hafa starfsmenn hennar staðið fyrir fræðslu sem náð hefur til 14.000 nemenda í yfir 100 skólum um allt land. Leiðarstefið í þeirri vinnu er ávallt að haft sé samráð við kennara, foreldra og nemendur, þar sem allir hópar fá fræðslu og síðan tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þetta er eina leiðin til að skapa samstöðu, því mun líklegra er að einstaklingar taki þátt í að framfylgja reglum og ramma sem þeir sjálfir hafa átt þátt í að skapa. 7. Það verður eitthvað annað að koma í staðinn Skóli er meira en skólastofa, hann er samfélag. Þegar boðið er upp á óskert aðgengi að tækjum sem geta bætt við ýmiskonar áreiti er mikilvægt að horfa heildstætt á allt skólastarfið. Ef eitt verkfæri er tekið út verður annað að koma í staðinn eins og t.d. spjaldtölvur í eigu skóla í stað einkasíma í skólastofum. Þetta þarf líka að hafa í huga varðandi tímann milli kennslustunda. Hvað geta nemendur gert í frímínútum í staðinn fyrir að vera í símum sínum? Eru til borðspil, skákborð og borðtennisborð? Er bókasafnið opið og má leita þangað til að grípa í bók og fá næði? Er íþróttasalurinn opinn og má fara þangað til að fá útrás? 8. Stuðningur við mismunandi þarfir skóla Þegar að við horfum heildstætt á símanotkun í skólastarfi er rétt að hafa í huga að skólar landsins eru margir og ólíkir. Það hafaekki allir skólar í öllum sveitarfélögum sama aðgengi að öflugum fræðsluteymum og sömu úrræðum. Hvernig ætlum við að styðja við skóla í fámennum strjálbýlum sveitarfélögum? Hvernig ætlum við að styðja við skóla með fjölmenna árganga með flókna samsetningu ólíkra þarfa? Nýtum betur þá þekkingu sem hefur skapast á þeim stöðum þar sem reynsla er komin á vinnu með stafræna tækni í skólastarfi. Deilum hugmyndum, kennsluefni og styðjum betur hvert annað í vinnu með börnum og ungmennum. 9. Sjáum við skóginn fyrir trjánum? Það eru margir ólíkir aðilar sem vinna með börnum og ungmennum. Vegalengdir og boðleiðir milli heimilis, skóla, íþrótta-, tómstunda- og frístundastarfs geta verið mislangar og skýrar. Samvinna þeirra aðila sem vinna með börn getur þá einnig verið mismikið og ólíkt. Þá vakna spurningar um hverjar séu samskiptaleiðirnar? Er rétt að gera aðeins kröfu á skólaað ýmist banna eða móta ramma um símanotkun eða þarf að skoða þetta í stærra samhengi? 10. Símabann er ekki töfralausn Höfum í huga að símabann leysir ekki öll vandamál. Stefnumótun verður að halda áfram. Símabann í skólum leysir ekki áskoranir foreldra heima fyrir. Mikilvægt er að líta á málið heildstætt og halda áfram að vinna með örugga og ábyrga notkun skjátækja bæði heima fyrir rétt eins og gert er í skólum. Inni á Heilsuveru má finna leiðbeiningar fyrir foreldra sem nefnast Skjárinn og börnin sem unnar eru af Fjölmiðlanefnd og Geðheilsumiðstöð barna. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi fræðslu fyrir börn, ungmenni, foreldra og allt starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta og tómstunda. Hér má finna leiðbeiningar sem Umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd settu saman fyrir starfsfólk, foreldra og ábyrgðaraðila um netið, samfélagsmiðla og börn. Að lokum er nauðsynlegt að farið sé í vinnu við að móta skýra heildarstefnu fyrir Ísland um miðla- og upplýsingalæsi ásamt félagslegu netöryggi. Höfundur er sviðstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands sem heyrir undir Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um símabann í skólum í kjölfar þess að mennta- og barnamálaráðherra greindi frá fyrirhuguðu frumvarpi um að banna síma í skólum landsins. Hér eru 10 atriði inn í þá umræðu: 1. Lítum á innihaldið Símar í einkaeigu bjóða upp á aðgengi að ýmsum öppum og samfélagsmiðlum sem eru ekki við hæfi barna. Lágmarks aldurstakmark samfélagsmiðla er gjarnan 13 ár og byggir aldursmatið á söfnun persónuupplýsinga um börn. Þá þarf að huga að aðgengi barna að skaðlegu efni, áreiti og áreitni sem þau kunna að verða fyrir, en það er ekki tekið með í mati á aldursviðmiði samfélagsmiðla. Ef innihald efnis á samfélagmiðlum væri metið á sama hátt og bíómyndir og sjónvarpsþættir þá fengju sumir miðlar aldursmerkingu allt upp í 18 ára. 2. Notkun ekki sama og fræðsla Fræðsla er algjört lykilatriði í allri umræðu um síma og önnur skjátæki. Í mörgum skólum eru kennarar sem búa yfir mikilli færni til að kenna stafræna borgaravitund, miðlalæsi og félagslegt netöryggi. Það er þó ekki alltaf staðan. Umræðan getur ekki einungis snúist um aðgengi að tækjum þegar við höfum ekki tryggt aðgengi að fræðslu, forvörnum og úrræðum til að bregðast við í alvarlegum tilfellum. Á fræðsla að vera unnin áfram af hugsjón og góðum vilja í sjálfboðavinnu? Hvernig erum við að styðja við starf þeirra kennara og frístundafulltrúa sem eru að vinna með stafræna tækni í sínu starfi? 3. Það eiga ekki öll börn síma Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar HÍ í 53 grunnskólum um allt land áttu 87% barna í 4.-7. bekk og 97% í 8.-10. bekk sinni eigin síma. Flest börn eiga vissulega síma en ekki öll. Þessir símar eru ekki allir nýir og flottir snjallsímar. Sum börn eiga takkasíma og önnur börn eiga eldri síma. Ef símann á að nýta til náms sitja ekki öll börn við sama borð og hættan er að við mismunum börnum eftir efnahag og félagslegri stöðu. 4. Síminn er ekki eina skjátækið sem völ er á Margir skólar bjóða nemendum skjátæki eins og spjaldtölvur sem nota má í staðinn fyrir síma í einkaeigu. Skólar hafa litla yfirsýn yfir þau öpp og miðla sem er að finna í tækjum í einkaeigu en það er auðveldara að hafa slíka yfirsýn yfir tæki í eigu skólans. Þar er hægt að setja upp veggi, síur og stillingar sem betur tryggja öryggi og aðgengi nemenda. 5. Svigrúm fyrir mismunandi þarfir Hér er fjallað almennt um notkun á skjátækjum. Því er rétt að minna á að börn og ungmenni eru mörg og mismunandi eins og við öll. Útfærslan þarf að taka mið að því að skilið sé eftir svigrúm til að vinna með mismunandi þarfir barna og ungmenna, og áskoranir geta verið fjölbreyttar. Síminn getur haft hlutverki að gegna t.d. varðandi stýringu á lyfjagjöf, aðgengi fyrir sjónskerta og þýðingu fyrir þau sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er mikilvægt að við útilokum ekki nauðynleg hjálpartæki, fyrir þau börn sem þurfa á því að halda, í þeim tilfellum þar sem tæki í eigu skólans getur ekki leyst tæki í einkaeigu af hólmi. 6. Símafrí, símasátt eða símabann Samstaða, samráð og samtal eru lykilatriði þegar að við nálgumst þetta málefni. Fjölmiðlanefnd hefur aðstoðað fjölda skóla og sveitarfélaga við að útfæra reglur og ramma um skjánotkun í skólastarfi. Samhliða því hafa starfsmenn hennar staðið fyrir fræðslu sem náð hefur til 14.000 nemenda í yfir 100 skólum um allt land. Leiðarstefið í þeirri vinnu er ávallt að haft sé samráð við kennara, foreldra og nemendur, þar sem allir hópar fá fræðslu og síðan tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri. Þetta er eina leiðin til að skapa samstöðu, því mun líklegra er að einstaklingar taki þátt í að framfylgja reglum og ramma sem þeir sjálfir hafa átt þátt í að skapa. 7. Það verður eitthvað annað að koma í staðinn Skóli er meira en skólastofa, hann er samfélag. Þegar boðið er upp á óskert aðgengi að tækjum sem geta bætt við ýmiskonar áreiti er mikilvægt að horfa heildstætt á allt skólastarfið. Ef eitt verkfæri er tekið út verður annað að koma í staðinn eins og t.d. spjaldtölvur í eigu skóla í stað einkasíma í skólastofum. Þetta þarf líka að hafa í huga varðandi tímann milli kennslustunda. Hvað geta nemendur gert í frímínútum í staðinn fyrir að vera í símum sínum? Eru til borðspil, skákborð og borðtennisborð? Er bókasafnið opið og má leita þangað til að grípa í bók og fá næði? Er íþróttasalurinn opinn og má fara þangað til að fá útrás? 8. Stuðningur við mismunandi þarfir skóla Þegar að við horfum heildstætt á símanotkun í skólastarfi er rétt að hafa í huga að skólar landsins eru margir og ólíkir. Það hafaekki allir skólar í öllum sveitarfélögum sama aðgengi að öflugum fræðsluteymum og sömu úrræðum. Hvernig ætlum við að styðja við skóla í fámennum strjálbýlum sveitarfélögum? Hvernig ætlum við að styðja við skóla með fjölmenna árganga með flókna samsetningu ólíkra þarfa? Nýtum betur þá þekkingu sem hefur skapast á þeim stöðum þar sem reynsla er komin á vinnu með stafræna tækni í skólastarfi. Deilum hugmyndum, kennsluefni og styðjum betur hvert annað í vinnu með börnum og ungmennum. 9. Sjáum við skóginn fyrir trjánum? Það eru margir ólíkir aðilar sem vinna með börnum og ungmennum. Vegalengdir og boðleiðir milli heimilis, skóla, íþrótta-, tómstunda- og frístundastarfs geta verið mislangar og skýrar. Samvinna þeirra aðila sem vinna með börn getur þá einnig verið mismikið og ólíkt. Þá vakna spurningar um hverjar séu samskiptaleiðirnar? Er rétt að gera aðeins kröfu á skólaað ýmist banna eða móta ramma um símanotkun eða þarf að skoða þetta í stærra samhengi? 10. Símabann er ekki töfralausn Höfum í huga að símabann leysir ekki öll vandamál. Stefnumótun verður að halda áfram. Símabann í skólum leysir ekki áskoranir foreldra heima fyrir. Mikilvægt er að líta á málið heildstætt og halda áfram að vinna með örugga og ábyrga notkun skjátækja bæði heima fyrir rétt eins og gert er í skólum. Inni á Heilsuveru má finna leiðbeiningar fyrir foreldra sem nefnast Skjárinn og börnin sem unnar eru af Fjölmiðlanefnd og Geðheilsumiðstöð barna. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi fræðslu fyrir börn, ungmenni, foreldra og allt starfsfólk skóla-, frístunda-, íþrótta og tómstunda. Hér má finna leiðbeiningar sem Umboðsmaður barna, Persónuvernd og Fjölmiðlanefnd settu saman fyrir starfsfólk, foreldra og ábyrgðaraðila um netið, samfélagsmiðla og börn. Að lokum er nauðsynlegt að farið sé í vinnu við að móta skýra heildarstefnu fyrir Ísland um miðla- og upplýsingalæsi ásamt félagslegu netöryggi. Höfundur er sviðstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands sem heyrir undir Fjölmiðlanefnd.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar