Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 10. mars 2025 08:01 Nú eru það engin ný sannindi að oft er erfitt að fá þjónustu í íslensku; einkum innan veitingahúsageirans og innan ferðamannaiðnaðarins (örugglega fleiri staðir). Margir álíta það ekki vandamál fyrir sig. Þeir séu svo forframaðir og sigldir að þeir geti vel notast við engilsaxnesku enda svo sem ekki beint náðarsamlegt gustukaverk að panta eins og einn kaffi á ensku. Slíkt má örugglega til sanns vegar færa. Það er ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan á ensku hvað þetta varðar. Það væri meira að segja ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan undir þessum kringumstæðum þótt viðkomandi væri í landi þar sem þjónustuaðilinn talar enga ensku (já, þau lönd fyrirfinnast á kúlunni). Kaffiþyrstur maður eða svangur finnur alltaf leið. Því er manni spurn hví má ekki nálgast slíkar aðstæður með svipuðu hugarfari, bara með öfugum formerkjum á Íslandi hafi maður íslensku að móðurmáli eða kunni íslensku einkar vel og noti hana almennt í íslensku samfélagi. En það er önnur saga og ekki beint það sem koma skal inn á hér. Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Meginvandkvæðin eru nefnilega ekki skortur á íslensku fyrir þann sem kann hana, þrautin þunga er ekki, eða ætti ekki endilega að vera málhafans megin, þótt hann kunni að ergja sig yfir því að mál hans sé ekki brúkað þegar hann vill panta sér eitthvað. Má þó vel hafa skilning á kergjunni sem kann að myndast. Auðvitað! Stóra vandamálið er að þá geta þeir sem læra málið, eru kannski að byrja að læra það, ekki notað þá grunníslensku sem þeir hafa tileinkað sér. Því einhvers staðar þarf maður að byrja og ef skilaboðin eru sínkt og heilagt: Sorry I don´t speak any Icelandic þá er erfitt að sjá fyrir sér að sá aðili fái á tilfinninguna að hann þurfi mikið á íslensku að halda og alveg örugglega ekki til þess hvetjandi að spreyta sig á erfiðari hlutum. Viðkomandi fær þá ekki þá nauðsynlegu æfingu sem til þarf til að læra málið skref fyrir skref og þá alls ekki þá árangurstengdu tilfinningu (frammistöðugleði) sem oftlega hlýst af því að hafa gert sig skiljanlegan á markmálinu. Þetta er vandamál sem þarf að tækla sé vilji fyrir því að fólk komist inn í íslenskt (mál)samfélag. Þetta er vandamál sem yfirvaldið á að tækla en einnig getur almenningur vissulega lagt sín lóð á vogarskálina. Það er einfaldast með því að tala bara íslensku, vandaða og skiljanlega. Það er alltént ekki úr vegi að hafa þetta í huga gott fólk. Höfundur kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú eru það engin ný sannindi að oft er erfitt að fá þjónustu í íslensku; einkum innan veitingahúsageirans og innan ferðamannaiðnaðarins (örugglega fleiri staðir). Margir álíta það ekki vandamál fyrir sig. Þeir séu svo forframaðir og sigldir að þeir geti vel notast við engilsaxnesku enda svo sem ekki beint náðarsamlegt gustukaverk að panta eins og einn kaffi á ensku. Slíkt má örugglega til sanns vegar færa. Það er ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan á ensku hvað þetta varðar. Það væri meira að segja ekkert stórkostlega erfitt að gera sig skiljanlegan undir þessum kringumstæðum þótt viðkomandi væri í landi þar sem þjónustuaðilinn talar enga ensku (já, þau lönd fyrirfinnast á kúlunni). Kaffiþyrstur maður eða svangur finnur alltaf leið. Því er manni spurn hví má ekki nálgast slíkar aðstæður með svipuðu hugarfari, bara með öfugum formerkjum á Íslandi hafi maður íslensku að móðurmáli eða kunni íslensku einkar vel og noti hana almennt í íslensku samfélagi. En það er önnur saga og ekki beint það sem koma skal inn á hér. Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Meginvandkvæðin eru nefnilega ekki skortur á íslensku fyrir þann sem kann hana, þrautin þunga er ekki, eða ætti ekki endilega að vera málhafans megin, þótt hann kunni að ergja sig yfir því að mál hans sé ekki brúkað þegar hann vill panta sér eitthvað. Má þó vel hafa skilning á kergjunni sem kann að myndast. Auðvitað! Stóra vandamálið er að þá geta þeir sem læra málið, eru kannski að byrja að læra það, ekki notað þá grunníslensku sem þeir hafa tileinkað sér. Því einhvers staðar þarf maður að byrja og ef skilaboðin eru sínkt og heilagt: Sorry I don´t speak any Icelandic þá er erfitt að sjá fyrir sér að sá aðili fái á tilfinninguna að hann þurfi mikið á íslensku að halda og alveg örugglega ekki til þess hvetjandi að spreyta sig á erfiðari hlutum. Viðkomandi fær þá ekki þá nauðsynlegu æfingu sem til þarf til að læra málið skref fyrir skref og þá alls ekki þá árangurstengdu tilfinningu (frammistöðugleði) sem oftlega hlýst af því að hafa gert sig skiljanlegan á markmálinu. Þetta er vandamál sem þarf að tækla sé vilji fyrir því að fólk komist inn í íslenskt (mál)samfélag. Þetta er vandamál sem yfirvaldið á að tækla en einnig getur almenningur vissulega lagt sín lóð á vogarskálina. Það er einfaldast með því að tala bara íslensku, vandaða og skiljanlega. Það er alltént ekki úr vegi að hafa þetta í huga gott fólk. Höfundur kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar