Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar 9. mars 2025 07:03 Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar