Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar 10. mars 2025 21:03 Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar