Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar 12. mars 2025 10:01 Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar