Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 12:02 Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn? Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar? Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár? Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir? Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ? Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis. Framtíð Íslands – utan ESB Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna? Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun