Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar 22. mars 2025 13:02 Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Í 1. gr. laga nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands sinni öryggisgæslu og björgun á hafi úti, fari með löggæslu á hafinu og gegni öðrum verkefnum samkvæmt ákvæðum laga þessara, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og öðrum lögbundnum fyrirmælum. Í 4. og 5. gr. laganna eru þessi verkefni rakin og útlistuð ítarlega. Þau tengjast öll borgaralegum verkefnum á verkefnasviði gæslunnar. Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar Þrátt fyrir þetta sinnir Landhelgisgæslan margþættum verkefnum á sviði varnar- og öryggismála sem í öðrum ríkjum eru alfarið á ábyrgð herafla þess, þar á meðal sérsveita innan hersins. Umrædd verkefni eru hvorki tilgreind í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna né í lögum nr. 34/2008 um varnarmál. Þeim er hins vegar lýst í sérstökum þjónustusamningi milli utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar um framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna. Núgildandi samningur var undirritaður í júlí 2021 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn hefur lítið verið kynntur opinberlega og er lítið þekktur. Í þriðja lið umrædds samnings eru varnartengd verkefni útlistuð. Þau eru meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þar á meðal fjarskiptastöðva og ratsjárstöðva NATO hérlendis, undirbúningur og framkvæmd á samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu NATO, rekstur, umsjón og hagnýting öryggissvæða og mannvirkja innan þeirra, undirbúningur loftrýmisgæsluverkefna NATO, samantekt upplýsinga úr upplýsingakerfum NATO og undirstofnana þess sem íslensk stjórnvöld hafa aðgang að, þátttaka í undirbúningi og framkvæmd nánar skilgreindra varnaræfinga, þátttaka í starfi tiltekinna nefnda og undirstofnana NATO og verkefni sem varða framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin. Í viðauka A við samningnum kemur fram að Landhelgisgæslan leggi til séraðgerða- og sprengjueyðingardeild sem sér um flutning, umsýslu, ráðgjöf og vernd vopna- og skotfæra, sinni eyðingu skotfæra, öryggisgæslu og tryggi vernd vopnaðra loftfara. Auk þess annast séraðgerða- og sprengjueyðingardeildin rekstur vopnageymslu NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Íslensk hernaðarleg skotmörk Ofangreind verkefni eru í öðrum ríkjum almennt á könnu viðeigandi herafla og sérsveita innan hans. Þetta á við um öll nágrannaríki Íslands, þar á meðal öll Norðurlöndin. Höfundur þekkir engin dæmi þess að borgaraleg löggæslustofnun beri ábyrgð á jafnviðkvæmum og hernaðarlega mikilvægum verkefnum án þess að vera hluti af her eða varnarliði ríkisins. Mannvirki á borð við vopnageymslur, ratsjárstöðvar og loftvarnarkerfi teljast til hernaðarlegra innviða og eru þar af leiðandi lögmæt skotmörk samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, einkum ef þau eru nýtt í tengslum við hernaðaraðgerðir. Starfsmenn sem reka, verja eða stýra slíkum innviðum geta því talist hernaðarleg skotmörk í vopnuðum átökum, þar sem röskun á starfsemi þeirra getur leitt til skertrar varnargetu viðkomandi ríkis. Starfsmenn þeirra stofnana, sem sinna sambærilegum varnartengdum verkefnum og Landhelgisgæslan sinnir samkvæmt framangreindum samningi, eru í öðrum ríkjum taldir til hernaðarlegra skotmarka í átökum eða stríði. Þeir falla því undir þann rétt og þær skyldur sem gilda samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum IV. Genfarsáttmálanum frá 1949 og I. viðauka við hann frá 1977. Þeir gætu einnig glatað borgaralegri vernd sinni tímabundið samkvæmt reglum um virka þátttöku í vopnuð átökum sem undirritaður hefur rakið áður á þessum vettvangi. Ísland er ekki herlaust ríki Það er því ekki veruleikanum samkvæmt að halda því fram að Ísland sé herlaust ríki. Þótt hér sé ekki formlega starfræktur her, þá er Landhelgisgæslan í reynd farin að sinna fjölmörgum hernaðarlegum verkefnum sem í öðrum ríkjum eru eingöngu á hendi herafla. Við erum því ekki herlaus — við höfum einfaldlega falið herinn innan borgaralegrar stofnunar. Slíkt fyrirkomulag byggir á pólitískri og lagalegri sjálfblekkingu sem skapar réttaróvissu, öryggisáhættu og siðferðilega ábyrgð sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki horfst í augu við. Það sem við köllum ekki her — kann óvinurinn að líta öðrum augum, og það sem við skilgreinum sem borgaralegt — kann að verða fyrsta skotmarkið í átökum hérlendis. Hver ætlar að bera ábyrgð á þeirri stöðu? Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun