Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar 24. mars 2025 14:00 Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun