Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar 26. mars 2025 08:02 Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Samfélag sem samanstendur af börnum sem blómstra á eigin forsendum, metnaðarfullum og kærleiksríkum kennurum, og einstaklega ánægðum foreldrum. Þetta samfélag státar af einstaklega faglegu skólastarfi og skapar framúrskarandi starfsumhverfi fyrir bæði smáa meðlimi og stóra. Framtíð þessa fallega skólasamfélags er nú með öllu óljós og það af ástæðu sem er jafn einföld og hún er óskiljanleg: Þrátt fyrir ótal jákvæðar yfirlýsingar hefur Reykjavíkurborg enn ekki úthlutað skólanum lóð þar sem reisa má framtíðarheimili Hjallastefnunnar í Reykjavík. Góðu fréttirnar eru þær að úr þessu gæti verið auðvelt að leysa. Fyrir borgarstjórn liggur erindi um einmitt þetta; tækifærið til að tryggja Hjallastefnunni í Reykjavík framtíðarheimili. Þetta mál hefur verið vel og ítarlega unnið undanfarin ár af borginni og Hjallastefnunni og rætt í þaula. Eins og þið þekkið sjálf best þá hefur árum saman varað krísa í leikskólamálum Reykjavíkurborgar sem erfitt hefur reynst að leysa. Það er því með öllu óskiljanlegt að þegar tækifæri gefst til að tryggja framtíð þessa fallega skólasamfélags sé það ekki gripið af festu og röggsemi. Við, foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík, viljum þess vegna minna ykkur á að missa ekki sjónar á því sem málið snýst um; raunverulegu tækifæri ykkar til að styðja við þau rúmlega 400 reykvísku börn sem sækja skólana sem um ræðir. Þessi börn eiga meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega. Að lokum er ekki úr vegi að rifja upp fyrir hvað Hjallastefnan stendur. Það er best skýrt á þremur grunnstoðum starfsins; jafnrétti, sköpun og lýðræði. Í Hjallastefnunni er fjölbreytileikanum fagnað og þar er alltaf starfað með kærleika að leiðarljósi. Þetta eru leiðarljós sem ekkert okkar vill tapa, og það allra síst á þeim tímum sem við nú lifum. Það er engin ástæða til að draga ákvarðanatöku á langinn, hver dagur skiptir máli. Við skorum á ykkur, borgarstjórn Reykjavíkur, að tryggja með ákvörðun á fundi næstkomandi fimmtudag áframhaldandi starfsemi leik- og grunnskóla með sérstöðu sem er okkar stolt og ykkar. Með kærleikskveðju, Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar