Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar 28. mars 2025 12:30 Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun