Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 10. apríl 2025 10:46 Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun