Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2025 18:54 Tveir hvolpar sem líkjast tegundinni Dire wolf, eða því sem hefur verið nefnt ógnarúlfur á íslensku. Þeir voru búnir voru til á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. vísir/AP Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós. Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós.
Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira