Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir, Þórný Hlynsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifa 10. apríl 2025 22:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Bókmenntir Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun