Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef ætlað mér að stunda nám við þjóðfræði alveg síðan að ég frétti að námið væri til. Það var hins vegar ekki fyrr en rétt hálfu ári áður en ég hóf nám í Háskóla Íslands sem ég vissi af náminu. Það kom mér á óvart að hafa ekki heyrt um það áður, þar sem samfélagið sem ég ólst upp í, á Stykkishólmi, hélt mikið upp á allskonar hefðir, muni og minningar, sem oft eru rannsóknarefni þjóðfræðinga. Meðal annars mætti minnast á gömlu húsin sem enn vekja mikla athygli og tilfinningar bæði meðal bæjarbúa og ferðamanna. Spurningarnar höfðu alltaf verið til staðar. Af hverju finnast fólki svona hlutir merkilegir? Þetta er spurning sem hefur breyst mikið í huga mínum. Í stað þess að spyrja hennar í skilningsleysi þá spyr ég af undrun, forvitni og vilja til að vita meira. Þjóðfræðin, og í raun hvaða nám sem er, getur hjálpað manni að fá nýtt sjónarhorn á daglegt líf. Í þjóðfræðinni myndi það kallast að setja á sig þjóðfræðigleraugun. Sem dæmi hef ég heyrt þjóðfræðinga minnast á hvernig álit þeirra á hefðum eins og hátíðum breyttist eftir að þau hófu námið. Mig langar einnig að taka páskana sem dæmi, þar sem þeir eru rétt handan við hornið. Páskahátíðin í sinni best þekktu mynd er nátengd við kristna trú. Í nútímanum er hins vegar minni áhersla á trúarlegu hlið hátíðarinnar og meiri á hefðir sem fólk hefur mótað sér í nútímanum. Páskahérinn og hænan eru vinsælar táknmyndir hátíðarinnar, en það er ekki ný tilkomið. Uppruni þeirra hefða eru nátengd enska heitinu á páskahátíðinni (e. Easter), sem á rætur sínar að rekja til Anglo-Saxon gyðjunnar Eostre (Ostara). Eostre var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingarinnar og barna. Sagan segir að Eostre hafi umbreytt uppáhalds fuglinum sínu í kanínu sem gladdi börn með því að færa þeim marglit egg, sem voru tákn upphafsins. Hænur eru því tengdar við páskana í gegnum eiginleika þeirra til að verpa eggjum. Páskahefðin, eins og aðrar hefðir, hefur tekið breytingum eftir stað og stund. Í nútímanum eru páska kanínur og hænur oftast séðar í formi sælgætis og/eða skreytinga. Hefðir eru einnig mismunandi eftir fjölskyldum. Þar sem fjölskyldan mín mætti lengi í miðnæturmessu laugardaginn fyrir páskadag var venjan að sofa út. Einn eða tveir fjölskyldumeðlimir vöknuðu samt aðeins fyrr til að undirbúa morgunmatinn, sem voru allt frá eggjum, brauði með allskonar áleggi og pönnukökum. Fyrir morgunmatinn földu foreldrarnir mínir einnig lítil súkkulaðiegg í mismunandi litum í stofunni. Ég og systur mínar kepptumst við að finna öll eggin af okkar lit á undan hinum og maður varð einnig frekar góður í því að gefa ekki frá sér viðbrögð þegar maður fann egg einhvers annars. Ég hef heyrt af öðrum fjölskyldum sem fela eggin út í garði ef veður leyfir eða fela aðeins stóru páskaeggin. Fjölskyldan mín hefur það einnig fyrir sið að velja grein úr einum runna í garðinum, klippa hana af og skreyta með allskonar páskalegu skrauti. Þá eru það yfirleitt gulu ungarnir sem við höfum safnað af páskaeggjum undanfarna páska. Áfram mætti lengi telja og páskahefðirnar eru fjölbreyttar. Við vitum ekki endilega hver uppruni hverrar einustu hefðar er, en skiptir það í raun öllu máli? Hefðir eru aðeins lifandi ef það er þörf á þeim, þær hafa einhverja þýðingu eða tilgang. Tökum þorrablótið sem dæmi um hefð sem dó út en birtist svo á ný í seinni tíð með nýrri uppsetningu og hlutverki. Það er áhugavert að velta því fyrir sér af hverju við höldum í hefðir? Af hverju eru þær mikilvægar fyrir okkur? Höldum við þeim uppi vegna þess að þær gagnast okkur eða er það vegna þess að manneskjur eru vanasamar verur? Þetta eru spurningarnar sem ég hef öðlast áhuga á í gegnum námið mitt í þjóðfræðinni. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvað það er sem kallar á breytingar á hefðum, en það er mikilvægt að leyfa þeim að þróast og breytast, annars hverfa þær. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun