Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 10:35 Öll börn fá inni á leikskólum Reykjavíkurborgar frá átján mánaða aldri á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira