Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:31 Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun