Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2025 13:31 Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það sem við mælum hefur áhrif á það sem við gerum, eða eins og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz orðaði það “If you don't measure the right thing, you don´t do the right thing.” Faglegt og gott innra mat á skólastarfi gerir okkur kleift að rýna með kerfisbundnum hætti í ákveðin viðfangsefni eins og kennsluhætti, námsframvindu og skipulag skóla. Þótt það hljómi þversagnakennt þá getur innra mat spilað sitt hlutverk í því að minnka álag í skólum. Rökin fyrir því eru þau, að sum verkefni eiga það einfaldlega til að festast í kerfinu óháð því hvort vitað sé til þess að þau skili góðum árangri.Föstudagspóstar sem kennarar senda til foreldra eru kannski dæmi um slíkt verkefni, sem upphaflega var líklega hugmynd til þess að bæta upplýsingaflæði og hefur þessi leið náð fótfestu í mörgum skólum landsins. Ef engin skipulögð athugun fer fram á því hversu margir lesa póstana eða hve gagnlegir þeir reynast, er hætt við að þeir séu dæmi um verkefni sem hefur frekar endað sem hefð, fremur en nauðsyn. Án mats er einfaldlega erfitt að vita hvort tími kennarans væri betur nýttur í annað.Annað dæmi gæti verið fjölgun stuðningsfulltrúa inn í grunnskólum landsins. Þótt slíkt úrræði geti verið gagnlegt þá vantar oft heildrænt mat á gæðum þess. Getur verið að það sé dæmi um úrræði sem gripið var til á ákveðnum tímapunkti, til dæmis þegar búið var að fjölga nemendum í hverjum bekk svo um og of að eitthvað þurfti að gera. En hefur svo aftur á móti vantað í gegnum tíðina reglulegt mat á hvort úrræðið sé til dæmis betra en ef það hefði verið farið aftur til baka í minni bekkjadeildir. Þegar ekki er staðið dyggilega að innra mati er einfaldlega erfitt að greina hvort rétt sé að halda áfram á sömu braut eða snúa við blaðinu. Margir kennarar telja sig þegar vera undir miklu álagi og óttast jafnvel að stöðugt innra mat verði enn eitt verkefnið sem bætist ofan á annasaman vinnudag, án þess að skila aukinni gæði kennslunnar. Þess vegna er mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers og eins. Kennarar þurfa hvorki né eiga að vera sérfræðingar í matsfræðum; það er hlutverk yfirvalda að tryggja að skólar hafi aðgang að gæðakerfum, fræðslu og öðrum stuðningi. Enda slíkt hagur alls samfélagsins. Rannsóknir sýna einfaldlega að þegar skólar og kennarar taka þátt í markvissri matsvinnu sem tengist daglegum störfum, þróast umbótamenning sem styður faglegt lærdómssamfélag og eflir gæði skólastarfs. Sem við erum sennilega flest sammála um að sé grundvallaratriði í öllu skólastarfi. En stóra spurningin er, hvers vegna leggjum við ekki meiri áherslu á öflugt innra mat í íslenskum skólum? Höfundur greinarinnar hefur unnið síðustu ár að hönnun gæðakerfis fyrir skóla til að auðvelda innra mat. Það er hins vegar undir yfirvöldum komið að tryggja að skólum standi til boða slíkar bjargir. Höfundur er eigandi Geta -gæðastarf í skólum, fyrrum skólastjóri og starfandi leikskólastjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun