Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar 16. apríl 2025 15:33 Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun