Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. apríl 2025 20:01 Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar