Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2025 20:54 Kartöflugeymslan, nýja menningarhús Selfyssinga, sem heitir í dag Langhús enda geymslan löng og mjó. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar hafa nú eignast sitt eigið menningarhús en það er 73 ára gömul grænmetis- og kartöflugeymsla, sem hefur verið breytt í glæsilegt húsnæði undir fjölbreytt menningarstarf. Magnús Hlynur var viðstaddur formlega opnun hússins. Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ekkert eiginlegt menningarhús hefur verið til á Selfossi en á sama tíma er fokheldur menningarsalur í Hótel Selfossi, sem ekkert hefur gerst í og hefur hann staðið fokheldur í einhverja tugi ára. Nokkrir karlar á besta aldri tóku sig því til og sömdu við Sveitarfélagið Árborg um að fá afnot af gamalli kartöflugeymslu, sem var reyndar fyrst grænmetisgeymsla og er frá 1952 og breyta geymslunni í menningarhús. Búið er að skrifa undir samning þess efnis og allt klárt fyrir fyrstu viðburði í geymslunni. „Já, nú stendur til að lyfta menningunni svolítið á æðra plan. Við ætlum að grafa okkur niður í jörðina til að lyfta henni upp. Það eru við búnir að gera með því að stofna hér félag, sem heitir „Grasrótarfélagið Langhúsið““, segir Gunnar Sigurgeirsson, sem á sæti í stjórn félagsins. „Þetta er náttúrulega bara menningarlega sinnaður félagsskapur, sem ætlar að efna til jaðar menningarsvæðis hér á Selfossi,” segir Magnús J. Magnússon, sem á einnig sæti í stjórninni. Selfyssingar eru mjög ánægðir með nýja menningarhúsið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Nú heitir þetta Langhús því húsið er langt. Og þú sérð ekki neitt af þessu húsi nema framhliðina og búið,” bætir Bergsveinn Halldórsson við en hann situr líka í stjórn félagsins og átti meðal annars hugmyndina um að breyta kartöflugeymslunni í menningarhús. Góð stemning var við opnun nýja menningarhússins á Selfossi og þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í framtíðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hreinn Óskarsson er líka í stjórn hússins. Er stjórn geymslunnar í ruglinu eða hvað? „Það má alveg segja það að taka svona gamalt hús já. Þetta er allavega vel notað hús og þetta verður skemmtileg nýjung að koma menningunni hérna inn í staðin fyrir kartöflur,” segir Hreinn léttur í bragði. Félagarnir segja að húsnæðið muni nýtast undir fjölbreytta menningu eins og myndlistarsýningar, tónlistar uppákomur, upplestra og fleira og fleira í þessum dúr. Og það þótti vel við hæfi að spila braggablús við opnun nýja menningarhússins, sem stendur rétt við Ölfusá á Langanesi á Selfossi eða fyrir utan á eins og heimamenn kalla svæðið. Frá undirritun samningsins við Sveitarfélagið Árborg um afnot af kartöflugeymslunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Húsavernd Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira