Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 14:59 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn. Vísir/Einar Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna. Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna.
Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira