Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar 2. maí 2025 12:02 Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Sjá meira
Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun