Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. maí 2025 08:03 Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga. Nú, níu árum síðar, er að koma upp enn eitt flækjustigið fyrir þá sem eiga mikinn pening þegar fyrir liggur að þeir eiga mögulega að greiða aðeins meira í ríkissjóð og til samfélagsins sem bjó þá til. Þannig háttar nefnilega að til stendur að leiðrétta veiðigjöld fyrir aðgang að þjóðarauðlind þannig að þeir sem fá að nýta hana fái ekki lengur að ákveða hvað þeir greiði í leigu. Þess í stað munu þeir þurfa að greiða markaðsgjald. Þessi leiðrétting mun skila því að veiðigjöld munu duga fyrir fleiru en bara þjónustu ríkisins við sjávarútveg og áætlað er að hún skili 17,3 milljörðum krónum í ríkissjóð á næsta ári. Það er hækkun upp á 6,1 milljarð króna frá því sem gjaldið myndi skila samkvæmt núgildandi lögum. Skilaboðin sem stórútgerðin hefur sent í gegnum hagsmunagæsluarm sinn og talsmenn í stjórnmálum er að þrátt fyrir að eigið fé geirans sé sennilega komið yfir 500 milljarða króna, að það hafi hækkað um nálægt 200 milljörðum króna á síðustu sjö árum vegna hagnaðar sem var samtals 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna, þá sé ekkert svigrúm til að borga meira. Það sé ekki nóg til. Það er flókið að vera ríkustu Íslendingarnir Nýverið gluggaði ég í sérútgáfu af Frjálsri verslun, tímariti í eigu útgáfufélags Viðskiptablaðsins, sem var gefið út í apríl 2023 og kallaðist „Ríkustu Íslendingarnir“. Það sem vakti athygli mína er hversu margir röðuðu sér í efstu sætin á þessum lista hafi orðið ríkir á sama eða sambærilegan hátt. Höfðu auðgast með því að fá úthlutað kvóta frá ríkinu, kaupa svo meiri kvóta með því að veðsetja þann upprunalega í banka og hægt og rólega byggja upp stórveldi í sjávarútvegi, oft með þeim afleiðingum að kvóti var fluttur úr þorpum og bæjum í krafti stærðarhagkvæmni. Þannig sátu frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, ásamt fjölskyldum sínum, í sætum 2-3 á lista Frjálsrar verslunar. Auður þeirra, það sem þeir gætu átt eftir ef þeir myndu selja allar eignir sínar og borga upp allar skuldir á sama tíma, var metinn á 110 milljarða króna hvor, eða samtals 220 milljarða króna. Auður Þorsteins Más og Kristjáns á rætur sínar í Samherja, fyrirtækis sem þeir stofnuðu. Einungis einn Íslendingur, Björgólfur Thor Björgólfsson, var talinn hafa átt meiri auð fyrir um tveimur árum, um 300 milljarða króna. Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018 og á árunum 2020 til 2022 voru báðir hlutirnir fluttir að mestu til barna Þorsteins Más og Kristjáns með blöndu af fyrirframgreiddum arfi og „sölu“ með lánum frá foreldrunum. Það er bara svo rosalega flókið Í fimmta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir ríkustu Íslendinganna var Vestmanneyingurinn Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar. Auður þeirra var metinn á 80 milljarða króna. Ísfélagið er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á þriðja hæsta einstaka kvótanum, með 6,81 prósent hans. Rétt á eftir Guðbjörgu á listanum var Guðmundur Kristjánsson, oftast og nær einvörðungu kenndur við Brim. Hann var sagður eiga auð upp á 75 milljarða króna þarna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Guðmundur er enda langstærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem á 44 prósent hlut í Brimi. Hann er auk þess forstjóri fyrirtækisins til viðbótar við að vera stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hagsmunagæsluarms sjávarútvegsins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er líka í eigin útgerð og Guðmundur er eini eigandi félagsins. Brim heldur á 10,5 prósent af öllum úthlutuðum kvóta, dótturfélög þess Sólborg og Grunnur og hlutdeildarfélagið Þórsberg halda á 2,09 prósent hans og Útgerðarfélag Reykjavíkur á 2,99 prósent. Flóknara verður það eiginlega ekki Það voru fleiri á listanum yfir ríkustu Íslendinganna sem koma úr útgerð. Í níunda sæti, með auð upp á 50 milljarða króna, voru Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla ríka, og eiginmaður hennar, Þorsteinn Kristjánsson. Þau eru aðaleigendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði sem Þorsteinn stýrir sem forstjóri og dóttir þeirra veitir stjórnarformennsku en móðurfélag þess hagnaðist um næstum þrjá milljarða króna árið 2023 og gekk vel í fyrra, þannig að það má slá því föstu að auður þessarar fjölskyldu hefur haldið áfram að vaxa síðustu ár. Kaupfélag Skagfirðinga rataði ekki á lista Frjálsrar verslunar, enda sker það sig úr meðal stærstu kvótaeigenda. Það er samvinnufélag í eigu rúmlega 1.300 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, ekki fjölskyldufyrirtæki. Starfsemi þess er að mestu leyti í landbúnaði og sjávarútvegi. Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Það var 15,5 milljarðar króna árið 2010. Þegar árinu 2023 lauk var að metið á 58,6 milljarða króna. Stærsta ástæða þess er innreið Kaupfélagsins inn í sjávarútveg, enda er kvóti langverðmætasta bókfærða eign þess. Fisk Seafood, í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, heldur á 5,65 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Fyrirtækið á auk þess 32,9 prósent í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þá á Vinnslustöðin allt hlutafé í útgerðarfélaginu Huginn í Vestmannaeyjum og næstum allt hlutafé í ÓS ehf. FISK á til viðbótar allt hlutafé í útgerðinni Soffanías Cecilsson. Miðað við að Kaupfélagið skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2024, og má ekki greiða út arð, þá má ætla að auður þess hafi nú þegar skriðið vel yfir 60 milljarða króna. Þessar fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag áttu því, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar og einum ársreikningi, auð upp á að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í lok árs 2023. Sá auður hefur mjög sennilega vaxið vel síðan og er auk þess verulega vanmetinn, enda verðmætasta eign allra í þessum hópi kvóti, sem er verulega vanmetinn í bókum útgerða. Ef miðað er við gerð stór viðskipta á síðustu árum þá skeikar þar hundruðum milljarða króna. En er þetta í alvöru svo flókið? Ef leiðrétt veiðigjöld hefðu verið komin í gagnið árið 2023 þá hefðu tíu stærstu greiðendurnir greitt um 80 prósent af aukningunni og næstum 70 prósent allra greiddra veiðigjalda. Fyrirliggjandi frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda, sem tekið verður til umræðu á Alþingi í dag, gerir ráð fyrir að sömu tíu fyrirtæki muni greiða 67 prósent allra veiðigjalda eftir að það verður samþykkt. Af þessum tíu stærstu eru átta að mestu í eigu þeirra fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eru til umfjöllunar hér að ofan. Þeirra sem eiga að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í samanlögðum auð. Ríkidæmi sem telur um þriðjung af öllum árlegum útgjöldum ríkissjóðs sem notast til að greiða fyrir alla þá þjónustu sem íslenska ríkið veitir næstum 400 þúsund þegnum sínum. Það er enginn vafi að leiðrétting veiðigjalda er að leggjast fyrst og síðast eigendur þessara fyrirtækja. Hún er ekki að leggjast á sveitarfélög í viðkvæmri stöðu, ekki á fólkið sem vinnur í vinnslunni, ekki litlar og meðalstórar útgerðir. Hún er að leggjast á þá allra stærstu, sem hafa hagnast ævintýralega á því að fá að nýta sameiginlega auðlind á síðustu árum og áratugum og á grunni þess keypt sig inn í flesta aðra anga íslensks samfélags. Það eru þeir sem er verið að verja í dæmalausum auglýsingum sem tröllríða ljósvakanum um þessar mundir. Það eru þeir sem stjórnarandstaðan er að verja þegar hún lýsir hönnuðum hliðarveruleika í pontu Alþingis. Það eru þeir sem verið er að verja þegar það er látið í það skína að flókið sé að greiða sanngjarna og réttláta auðlindarentu fyrir nýtingu þjóðarauðlindar. Það flóknasta við að eiga peninga virðist nefnilega vera að því meira sem þú átt af þeim, því erfiðara er að borga réttlátt gjald til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Sjávarútvegur Þórður Snær Júlíusson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum sagði ráðherra í ríkisstjórn Íslands í sjónvarpsviðtali að það væri „augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“. Þá snerist umræðan um peninga sem höfðu verið geymdir í aflandsfélögum í þekktum skattaskjólum, og rökstuddur grunur var um að hefði verið komið undan svo ekki þyrfti að greiða skatta af þeim í ríkissjóð Íslendinga. Nú, níu árum síðar, er að koma upp enn eitt flækjustigið fyrir þá sem eiga mikinn pening þegar fyrir liggur að þeir eiga mögulega að greiða aðeins meira í ríkissjóð og til samfélagsins sem bjó þá til. Þannig háttar nefnilega að til stendur að leiðrétta veiðigjöld fyrir aðgang að þjóðarauðlind þannig að þeir sem fá að nýta hana fái ekki lengur að ákveða hvað þeir greiði í leigu. Þess í stað munu þeir þurfa að greiða markaðsgjald. Þessi leiðrétting mun skila því að veiðigjöld munu duga fyrir fleiru en bara þjónustu ríkisins við sjávarútveg og áætlað er að hún skili 17,3 milljörðum krónum í ríkissjóð á næsta ári. Það er hækkun upp á 6,1 milljarð króna frá því sem gjaldið myndi skila samkvæmt núgildandi lögum. Skilaboðin sem stórútgerðin hefur sent í gegnum hagsmunagæsluarm sinn og talsmenn í stjórnmálum er að þrátt fyrir að eigið fé geirans sé sennilega komið yfir 500 milljarða króna, að það hafi hækkað um nálægt 200 milljörðum króna á síðustu sjö árum vegna hagnaðar sem var samtals 190 milljarðar króna á árunum 2021 til 2023 eftir fjárfestingu upp á 77 milljarða króna og arðgreiðslur upp á 63 milljarða króna, þá sé ekkert svigrúm til að borga meira. Það sé ekki nóg til. Það er flókið að vera ríkustu Íslendingarnir Nýverið gluggaði ég í sérútgáfu af Frjálsri verslun, tímariti í eigu útgáfufélags Viðskiptablaðsins, sem var gefið út í apríl 2023 og kallaðist „Ríkustu Íslendingarnir“. Það sem vakti athygli mína er hversu margir röðuðu sér í efstu sætin á þessum lista hafi orðið ríkir á sama eða sambærilegan hátt. Höfðu auðgast með því að fá úthlutað kvóta frá ríkinu, kaupa svo meiri kvóta með því að veðsetja þann upprunalega í banka og hægt og rólega byggja upp stórveldi í sjávarútvegi, oft með þeim afleiðingum að kvóti var fluttur úr þorpum og bæjum í krafti stærðarhagkvæmni. Þannig sátu frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján V. Vilhelmsson, ásamt fjölskyldum sínum, í sætum 2-3 á lista Frjálsrar verslunar. Auður þeirra, það sem þeir gætu átt eftir ef þeir myndu selja allar eignir sínar og borga upp allar skuldir á sama tíma, var metinn á 110 milljarða króna hvor, eða samtals 220 milljarða króna. Auður Þorsteins Más og Kristjáns á rætur sínar í Samherja, fyrirtækis sem þeir stofnuðu. Einungis einn Íslendingur, Björgólfur Thor Björgólfsson, var talinn hafa átt meiri auð fyrir um tveimur árum, um 300 milljarða króna. Samherja var skipt upp í tvö fyrirtæki árið 2018 og á árunum 2020 til 2022 voru báðir hlutirnir fluttir að mestu til barna Þorsteins Más og Kristjáns með blöndu af fyrirframgreiddum arfi og „sölu“ með lánum frá foreldrunum. Það er bara svo rosalega flókið Í fimmta sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir ríkustu Íslendinganna var Vestmanneyingurinn Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda hennar. Auður þeirra var metinn á 80 milljarða króna. Ísfélagið er það sjávarútvegsfyrirtæki sem heldur á þriðja hæsta einstaka kvótanum, með 6,81 prósent hans. Rétt á eftir Guðbjörgu á listanum var Guðmundur Kristjánsson, oftast og nær einvörðungu kenndur við Brim. Hann var sagður eiga auð upp á 75 milljarða króna þarna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Guðmundur er enda langstærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem á 44 prósent hlut í Brimi. Hann er auk þess forstjóri fyrirtækisins til viðbótar við að vera stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hagsmunagæsluarms sjávarútvegsins. Útgerðarfélag Reykjavíkur er líka í eigin útgerð og Guðmundur er eini eigandi félagsins. Brim heldur á 10,5 prósent af öllum úthlutuðum kvóta, dótturfélög þess Sólborg og Grunnur og hlutdeildarfélagið Þórsberg halda á 2,09 prósent hans og Útgerðarfélag Reykjavíkur á 2,99 prósent. Flóknara verður það eiginlega ekki Það voru fleiri á listanum yfir ríkustu Íslendinganna sem koma úr útgerð. Í níunda sæti, með auð upp á 50 milljarða króna, voru Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla ríka, og eiginmaður hennar, Þorsteinn Kristjánsson. Þau eru aðaleigendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði sem Þorsteinn stýrir sem forstjóri og dóttir þeirra veitir stjórnarformennsku en móðurfélag þess hagnaðist um næstum þrjá milljarða króna árið 2023 og gekk vel í fyrra, þannig að það má slá því föstu að auður þessarar fjölskyldu hefur haldið áfram að vaxa síðustu ár. Kaupfélag Skagfirðinga rataði ekki á lista Frjálsrar verslunar, enda sker það sig úr meðal stærstu kvótaeigenda. Það er samvinnufélag í eigu rúmlega 1.300 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, ekki fjölskyldufyrirtæki. Starfsemi þess er að mestu leyti í landbúnaði og sjávarútvegi. Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum. Það var 15,5 milljarðar króna árið 2010. Þegar árinu 2023 lauk var að metið á 58,6 milljarða króna. Stærsta ástæða þess er innreið Kaupfélagsins inn í sjávarútveg, enda er kvóti langverðmætasta bókfærða eign þess. Fisk Seafood, í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, heldur á 5,65 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Fyrirtækið á auk þess 32,9 prósent í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þá á Vinnslustöðin allt hlutafé í útgerðarfélaginu Huginn í Vestmannaeyjum og næstum allt hlutafé í ÓS ehf. FISK á til viðbótar allt hlutafé í útgerðinni Soffanías Cecilsson. Miðað við að Kaupfélagið skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2024, og má ekki greiða út arð, þá má ætla að auður þess hafi nú þegar skriðið vel yfir 60 milljarða króna. Þessar fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag áttu því, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar og einum ársreikningi, auð upp á að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í lok árs 2023. Sá auður hefur mjög sennilega vaxið vel síðan og er auk þess verulega vanmetinn, enda verðmætasta eign allra í þessum hópi kvóti, sem er verulega vanmetinn í bókum útgerða. Ef miðað er við gerð stór viðskipta á síðustu árum þá skeikar þar hundruðum milljarða króna. En er þetta í alvöru svo flókið? Ef leiðrétt veiðigjöld hefðu verið komin í gagnið árið 2023 þá hefðu tíu stærstu greiðendurnir greitt um 80 prósent af aukningunni og næstum 70 prósent allra greiddra veiðigjalda. Fyrirliggjandi frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda, sem tekið verður til umræðu á Alþingi í dag, gerir ráð fyrir að sömu tíu fyrirtæki muni greiða 67 prósent allra veiðigjalda eftir að það verður samþykkt. Af þessum tíu stærstu eru átta að mestu í eigu þeirra fjögurra fjölskyldna og eins kaupfélags sem eru til umfjöllunar hér að ofan. Þeirra sem eiga að minnsta kosti 483,6 milljarða króna í samanlögðum auð. Ríkidæmi sem telur um þriðjung af öllum árlegum útgjöldum ríkissjóðs sem notast til að greiða fyrir alla þá þjónustu sem íslenska ríkið veitir næstum 400 þúsund þegnum sínum. Það er enginn vafi að leiðrétting veiðigjalda er að leggjast fyrst og síðast eigendur þessara fyrirtækja. Hún er ekki að leggjast á sveitarfélög í viðkvæmri stöðu, ekki á fólkið sem vinnur í vinnslunni, ekki litlar og meðalstórar útgerðir. Hún er að leggjast á þá allra stærstu, sem hafa hagnast ævintýralega á því að fá að nýta sameiginlega auðlind á síðustu árum og áratugum og á grunni þess keypt sig inn í flesta aðra anga íslensks samfélags. Það eru þeir sem er verið að verja í dæmalausum auglýsingum sem tröllríða ljósvakanum um þessar mundir. Það eru þeir sem stjórnarandstaðan er að verja þegar hún lýsir hönnuðum hliðarveruleika í pontu Alþingis. Það eru þeir sem verið er að verja þegar það er látið í það skína að flókið sé að greiða sanngjarna og réttláta auðlindarentu fyrir nýtingu þjóðarauðlindar. Það flóknasta við að eiga peninga virðist nefnilega vera að því meira sem þú átt af þeim, því erfiðara er að borga réttlátt gjald til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun