Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar 9. maí 2025 12:02 Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“ Þó svört mynd hafi verið dregin upp af ástandi hafsins þá var boðskapurinn ekki sá að banna ætti allar fiskveiðar, enda hafa þær fylgt manninum frá örófi alda. Attenborough bauð upp á tvíþátta lausn: annars vegar að vernda 30% hafsvæðis á heimsvísu, hins vegar að strandsamfélög fái forgang með hefðbundin veiðarfæri. Nú á eflaust eftir að fara af stað mikil umræða um réttmæti þess sem haldið er fram í myndinni, hvort þær líffræðilegu forsendur sem hún byggir á séu réttmætar eður ei, en sú umræða mun að öllum líkindum fara fram í afmörkuðum hópi hagaðila. Sjálfur hef ég engar forsendur til að meta það, en eitt er víst: boðskapur myndarinnar mun ná til tuga milljóna manna. Áhrif á okkar mikilvægustu markaði Hér ætla ég að einblína á möguleg markaðs- og efnahagsáhrif myndarinnar. Efni hennar mun snerta marga hjartastrengi og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig neytendur munu bregðast við og hvað það þýðir fyrir íslenskan sjávarútveg. Í Bretlandi er Attenborough þjóðargersemi númer 1 og trónir á toppi lista yfir þær opinberu persónur sem almenningur treystir best. Þegar hann talar hlustar fólk og tekur alvarlega það sem hann segir. Það er út af hinum svokölluðu Attenborough áhrifum sem plaströr fóru veg allra vega og tappar eru nú fastir við flöskur. Ef togveiðar fá á sig svartan stimpil fyrir tilstilli Attenboroughs mun það hafa víðtæk áhrif á neytendamynstur á breskum og evrópskum mörkuðum. Ef til vill eru íslenskar togveiðar af öðrum toga en það sem Kínverjar taka sér fyrir hendur eftirlitslausir í einskismannslandi og því ósanngjarnt að setja þær undir sama hatt, en það sem mun gerast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við skoðum Bretland, okkar mikilvægasta markað, aðeins nánar má sjá að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni heldur á þessi þróun sér áratuga langa sögu. Bretar hafa löngum viljað sjálfbæran fisk en eru í auknum mæli að missa trú á vottanir á borð við MSC. Í stórmörkuðum er fiskur merktur eftir veiðarfærum og í betri verslunum á borð við Waitrose, Marks & Spencer og Sainsury‘s er allur fiskur í lúxuslínum þeirra krókaveiddur. Eins og sjá má á markaðssetningu þessa fisks eru það ekki eingöngu gæðin sem skipta neytendur máli heldur einnig áhrif á vistkerfið. Þetta viðhorf breskra neytenda til sjávarfangs endurspeglast í því verði sem þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir fisk. Í ritrýndri grein á vegum hinnar virtu norsku rannsóknarstofnunar Nofima kemur fram að Bretar borga 18% meira fyrir krókaveiddan þorsk heldur en trollveiddan og 10% meira fyrir krókaveidda ýsu. Boðskapur Attenboroughs mun því falla í frjóan jarðveg í Bretlandi. Hvernig ætlum við að bregðast við? Þetta vita Íslendingar vel. Þegar sjálfbærni íslensks sjávarútvegs er kynntur á erlendri grundu er það iðulega einyrki á trillu sem verður fyrir valinu á myndefni, enda vistvænasti veiðimáti sem til er. Engu að síður hafa smábátasjómenn mætt afgangi í stjórnsýslunni svo áratugum skiptir. Í okkur er hent einhver hungurlús – strandveiðiflotinn veiðir á bilinu 1-2% af þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu – og okkur sagt að vera bara þakklát fyrir það. Það vekur sérstaka furðu að Hafrannsóknarstofnun hefur ekki fengist til tjá sig um skaðsemi ólíkra veiðarfæra. Þegar við höfum innt stofnunina um svör hefur hún sagt að enginn munur sé á veiðarfærum, og að tonn úr sjó er tonn úr sjó, sama hvernig það veiðist. Eins lagði hún nýlega blessun sína yfir það að togurum yrði hleypt upp á landgrunn. Nú hlýtur það að verða ófrávíkjanleg krafa að Hafró geri almennilega úttekt á þessu. Loks er það stóra spurningin: hvernig ætlum við að bregðast við? Ætlum við að bíða og sjá hvað gerist og eiga á hættu að verða álitin rányrkjuþjóð? Eða ætlum við að vera á undan kúrvunni og stimpla okkur snemma inn sem ábyrgir lífverðir hafsins og vistvænusta fiskveiðiþjóð í heimi? Þar með er ég ekki að tala fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Ákveðnar fisktegundir er ekki hægt að veiða öðruvísi en með togurum og markaðnum þarf að þjóna allan ársins hring. Eins er mikilvægt að þeir fái svigrúm til að þróa vistvænni veiðiaðferðir og að stjórnvöld veiti þeim aðhald að gera það af heilum hug. En við verðum að breyta þeim hugsunarhætti innan stjórnsýslunnar að smábátaveiðar séu annars flokks sjómennska og að trillukarlar og konur séu olnbogabörn eða þurfalingar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til þess að ryðja brautina í vistvænum fiskveiðum því við erum í einstakri stöðu á heimsvísu. Við eigum glæsilegan smábátaflota sem undanfarin ár hefur verið bundinn við bryggju 97% ársins sökum undirlægjuhátts stjórnvalda við stórútgerðina. Við getum valið að vera leiðandi afl í vistvænum og félagslega ábyrgum veiðum, því grunnurinn er þegar fyrir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja sanngjarnan rekstrargrundvöll þannig að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátasjómennsku og lagt þarmeð sín lóð á vogarskálarnar til verndunar hafsins. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“ Þó svört mynd hafi verið dregin upp af ástandi hafsins þá var boðskapurinn ekki sá að banna ætti allar fiskveiðar, enda hafa þær fylgt manninum frá örófi alda. Attenborough bauð upp á tvíþátta lausn: annars vegar að vernda 30% hafsvæðis á heimsvísu, hins vegar að strandsamfélög fái forgang með hefðbundin veiðarfæri. Nú á eflaust eftir að fara af stað mikil umræða um réttmæti þess sem haldið er fram í myndinni, hvort þær líffræðilegu forsendur sem hún byggir á séu réttmætar eður ei, en sú umræða mun að öllum líkindum fara fram í afmörkuðum hópi hagaðila. Sjálfur hef ég engar forsendur til að meta það, en eitt er víst: boðskapur myndarinnar mun ná til tuga milljóna manna. Áhrif á okkar mikilvægustu markaði Hér ætla ég að einblína á möguleg markaðs- og efnahagsáhrif myndarinnar. Efni hennar mun snerta marga hjartastrengi og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig neytendur munu bregðast við og hvað það þýðir fyrir íslenskan sjávarútveg. Í Bretlandi er Attenborough þjóðargersemi númer 1 og trónir á toppi lista yfir þær opinberu persónur sem almenningur treystir best. Þegar hann talar hlustar fólk og tekur alvarlega það sem hann segir. Það er út af hinum svokölluðu Attenborough áhrifum sem plaströr fóru veg allra vega og tappar eru nú fastir við flöskur. Ef togveiðar fá á sig svartan stimpil fyrir tilstilli Attenboroughs mun það hafa víðtæk áhrif á neytendamynstur á breskum og evrópskum mörkuðum. Ef til vill eru íslenskar togveiðar af öðrum toga en það sem Kínverjar taka sér fyrir hendur eftirlitslausir í einskismannslandi og því ósanngjarnt að setja þær undir sama hatt, en það sem mun gerast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við skoðum Bretland, okkar mikilvægasta markað, aðeins nánar má sjá að þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni heldur á þessi þróun sér áratuga langa sögu. Bretar hafa löngum viljað sjálfbæran fisk en eru í auknum mæli að missa trú á vottanir á borð við MSC. Í stórmörkuðum er fiskur merktur eftir veiðarfærum og í betri verslunum á borð við Waitrose, Marks & Spencer og Sainsury‘s er allur fiskur í lúxuslínum þeirra krókaveiddur. Eins og sjá má á markaðssetningu þessa fisks eru það ekki eingöngu gæðin sem skipta neytendur máli heldur einnig áhrif á vistkerfið. Þetta viðhorf breskra neytenda til sjávarfangs endurspeglast í því verði sem þeir eru tilbúnir til að greiða fyrir fisk. Í ritrýndri grein á vegum hinnar virtu norsku rannsóknarstofnunar Nofima kemur fram að Bretar borga 18% meira fyrir krókaveiddan þorsk heldur en trollveiddan og 10% meira fyrir krókaveidda ýsu. Boðskapur Attenboroughs mun því falla í frjóan jarðveg í Bretlandi. Hvernig ætlum við að bregðast við? Þetta vita Íslendingar vel. Þegar sjálfbærni íslensks sjávarútvegs er kynntur á erlendri grundu er það iðulega einyrki á trillu sem verður fyrir valinu á myndefni, enda vistvænasti veiðimáti sem til er. Engu að síður hafa smábátasjómenn mætt afgangi í stjórnsýslunni svo áratugum skiptir. Í okkur er hent einhver hungurlús – strandveiðiflotinn veiðir á bilinu 1-2% af þorskígildistonnum í íslenskri lögsögu – og okkur sagt að vera bara þakklát fyrir það. Það vekur sérstaka furðu að Hafrannsóknarstofnun hefur ekki fengist til tjá sig um skaðsemi ólíkra veiðarfæra. Þegar við höfum innt stofnunina um svör hefur hún sagt að enginn munur sé á veiðarfærum, og að tonn úr sjó er tonn úr sjó, sama hvernig það veiðist. Eins lagði hún nýlega blessun sína yfir það að togurum yrði hleypt upp á landgrunn. Nú hlýtur það að verða ófrávíkjanleg krafa að Hafró geri almennilega úttekt á þessu. Loks er það stóra spurningin: hvernig ætlum við að bregðast við? Ætlum við að bíða og sjá hvað gerist og eiga á hættu að verða álitin rányrkjuþjóð? Eða ætlum við að vera á undan kúrvunni og stimpla okkur snemma inn sem ábyrgir lífverðir hafsins og vistvænusta fiskveiðiþjóð í heimi? Þar með er ég ekki að tala fyrir því að togveiðar verði bannaðar. Ákveðnar fisktegundir er ekki hægt að veiða öðruvísi en með togurum og markaðnum þarf að þjóna allan ársins hring. Eins er mikilvægt að þeir fái svigrúm til að þróa vistvænni veiðiaðferðir og að stjórnvöld veiti þeim aðhald að gera það af heilum hug. En við verðum að breyta þeim hugsunarhætti innan stjórnsýslunnar að smábátaveiðar séu annars flokks sjómennska og að trillukarlar og konur séu olnbogabörn eða þurfalingar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Íslenskur sjávarútvegur hefur alla burði til þess að ryðja brautina í vistvænum fiskveiðum því við erum í einstakri stöðu á heimsvísu. Við eigum glæsilegan smábátaflota sem undanfarin ár hefur verið bundinn við bryggju 97% ársins sökum undirlægjuhátts stjórnvalda við stórútgerðina. Við getum valið að vera leiðandi afl í vistvænum og félagslega ábyrgum veiðum, því grunnurinn er þegar fyrir hendi. Það eina sem þarf til er að tryggja sanngjarnan rekstrargrundvöll þannig að trillukarlar og konur geti haft lifibrauð af smábátasjómennsku og lagt þarmeð sín lóð á vogarskálarnar til verndunar hafsins. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun