Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar 9. maí 2025 20:02 Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi glímt við þunga byrði: aukakílóin. Þau fylgja mér eins og gamall kunnuglegur skuggi, sama hvað ég geri. Ég hef allt reynt, ég hef hlaupið með von í brjósti og borðað hvítkál með lotningu, en vogin svarar ávallt með kulda og fyrirlitningu. Þetta hef ég alltaf talið einstaklega ósanngjarnt. Þess vegna hef ég nú ákveðið að leiðrétta þetta óréttlæti. Þar sem sumir geta verið 58 kg án þess að reyna, og ég er 98 kg þrátt fyrir öll mín átök, þá er réttast að ég vísi í tölur þess sem léttari er. Hví er það sanngjarnt? Jú, því mér finnst það sanngjarnt. Ég hef einnig tekið það framfaraskref að vísa í bankainnistæður þeirra einstaklinga sem ríkari og eignameiri eru og gera fjárhagsvirði þeirra að mínu. Enda á ég minna, en hef barist meira en margir, þó minna en flestir. Þessa tilfinningu hef ég borið lengi í brjósti mér, en nú verður það leiðrétt í samræmi við þessa tilfinningu, enda sanngjarnt og réttlátt. Þessar leiðréttingar eru ekki bara sanngjarnar gagnvart mér, heldur almenningi öllum, enda er ég hluti almennings. Við ættum þó ekki öll að stíga þetta skref, enda er réttlæti mitt ekki réttlæti allra, réttlætið allra gæti vegið að mínu réttlæti. Því skulum við leiðrétta það sem ég tel ósanngjarnt fyrir hönd almennings, og bið ykkur að taka þátt í þeirri leiðréttingu og kasta út staðreyndum og rökum og færum raunheiminn nær okkar (mínum) tilfinningum. Því er ég nú opinberlega bæði léttari og skattakóngur Íslands næsta árs. Ef einhver spyr: “En hvað með raunveruleikann?” þá svara ég á móti: “Hvað er verið að leiðrétta, ef ekki hann?” Sanngirni fyrst. Staðreyndir svo. Ef þær henta. Höfundur er réttlátur og sanngjarn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar