Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar 9. maí 2025 23:00 Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Suðurnesjabær Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið dregnir inn í mál sem hefur reynst bæði flókið og misvísandi. Boðað hefur verið til kosningar meðal félagsmanna íþróttafélaganna Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. En er kosningin í raun aðeins um nýtt íþróttafélag, eða eru önnur og stærri mál falin bak við tjöldin? Hér verður reynt að upplýsa málið af fullri hreinskilni og ábyrgð. Kosning um nýtt íþróttafélag – Hvað felst raunverulega í kosningunni? Íbúar Suðurnesjabæjar standa frammi fyrir mikilli ákvörðun mánudaginn 12. maí næstkomandi. Þá kjósa félagsmenn Reynis og Víðis um stofnun nýs íþróttafélags. Kosningin snýst þó ekki eingöngu um stofnun nýs félags, heldur fyrst og fremst um staðsetningu nýs gervigrasvallar í sveitarfélaginu. Er verið að blekkja íbúa með misvísandi upplýsingum? Valkostagreiningar og faglegt mat Framkvæmdir á nýjum gervigrasvelli hafa verið í ítarlegri undirbúningsvinnu lengi. Greiningar Verkfræðistofunnar Verkís leiddu til þess að hagkvæmasti kosturinn væri að staðsetja völlinn á aðalvellinum í Sandgerði. Mismunurinn á kostnaði milli malarvallarins í Garði og aðalvallarins í Sandgerði nemur samkvæmt þessum greiningum 124 milljónum króna í vil Sandgerðis. Í Sandgerði er einnig fyrir hendi fullbúin stúka fyrir 344 áhorfendur og þar eru 40 fleiri iðkendur. Stofnun félagsins og staðsetning vallarins – Tengt með ásetningi? Þann 22. júlí 2024 hófst formlegt ferli hjá bæjarráði Suðurnesjabæjar með því að fela bæjarstjóra að hefja viðræður um hönnun vallar í Sandgerði. Hins vegar kom í október sama ár fram erindi frá Reyni og Víði um stofnun nýs félags sem gerir ráð fyrir nýrri staðsetningu á malarvellinum í Garði. Það er vert að íhuga af hverju staðsetningarbreytingin er nú sett fram sem sjálfsögð forsenda hins nýja félags. Áfangaskýrsla og upplýsingaleynd Á undanförnum fundum var kynnt áfangaskýrsla um stofnun hins nýja félags. Það er sláandi að sjá að ekki var minnst á að samhliða stofnun félagsins væri verið að snúa við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 með verulegum kostnaðarauka upp á allt að 300 milljónir króna vegna nauðsynlegrar uppbyggingar nýrrar stúku í Garði. Kosningin – Upplýst val eða blekking? Formaður Reynis hefur nú staðfest opinberlega að kosningin sé um staðsetningu vallarins: ·„Já“ merkir að völlurinn verði staðsettur á malarvellinum í Garði. ·„Nei“ merkir að fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 5. júní 2024 stendur og völlurinn verði í Sandgerði. ·Til að snúa við fyrri ákvörðun þarf 2/3 hluta atkvæða. Fjárhagsleg ábyrgð – Hvað mun þetta kosta? Bæjarfulltrúi meirihlutans hefur viðurkennt að verði völlurinn færður til Garðs muni það draga úr notkun svæðisins í Sandgerði. Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna til viðbótar, samkvæmt útreikningum Verkís. Sannleikurinn skiptir máli Það er grundvallaratriði að íbúar séu upplýstir um að kosningin varðar ekki aðeins nýtt íþróttafélag heldur einnig fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins og trúverðugleika bæjarstjórnarinnar. Það er kominn tími á gagnsæi og heiðarleika gagnvart íbúum. Íbúar eiga rétt á sannleikanum – því annars, til hvers þá að segja satt? Höfundur er fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Reynis og íbúa í Suðurnesjabæ
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun