Skoðun

Öfgar á Ís­landi

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fólk í dýra- og náttúruvernd er oft ásakað að vera í öfgum. Ég ætla að leyfa mér að snúa þessu við. Skoðum 7 dæmi um raunverulegar öfgar á Íslandi:

1. Það er öfgakennt að vera nánast eina þjóðin í heiminum sem leyfir blóðmerahald.

2. Það er öfgakennt að vera nánast eina þjóðin í heiminum sem leyfir stórhvalaveiðar.

3. Það er öfgakennt að vera nánast eina Evrópuþjóðin sem leyfir minkabú.

4. Það er öfgakennt að vera nánast eina Evrópuþjóðin sem biður ítrekað um undanþágu frá reglum um betri aðbúnað svína.

5. Það er öfgakennt að vera eina Norðurlandaþjóðin sem niðurgreiðir árlega slátrun á 7.000 heimskautarefum.

6. Það er öfgakennt að heimila veiðar á 15 fuglategundum sem eru á skilgreindum hættulistum.

7. Það er öfgakennt að hægt er að fá leyfi til að veiða sel þrátt fyrir að báðar selategundirnar sem hér lifa eru í hættu samkvæmt Náttúrufræðistofnun.

Það eru svo sannarlega öfgar á Íslandi. Þær eru þó í kolranga átt.

Það verður annars fróðlegt að sjá hvort ný ríkisstjórn mun falla frá einhverra þessara öfga eða hvort ekkert breytist.

Höfunduer er fyrrverandi alþingismaður og stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands




Skoðun

Sjá meira


×