Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 20:22 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira