Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar 17. maí 2025 07:02 Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Kári Garðarsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða og aðgerðir stjórnvalda gagnvart hinsegin fólki, í löndum sem við höfum almennt borið okkur saman við, hafa ekki farið fram hjá neinu okkar. Aðför stjórnmálafólks og skipulagðra þrýstihópa að réttindum og tilverurétti hinsegin fólks er með þeim hætti í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi, Georgíu og fleiri löndum að það er ómögulegt annað en að finna til sorgar, reiði og jafnvel vanmáttar yfir stöðunni. Við vitum að þessari alþjóðlegu bylgju er ekki lokið, en það er ekkert sem segir að þróunin þurfi að verða sams konar á Íslandi. Á meðan réttindi hinsegin fólks skerðast víða um heim heldur Ísland nefnilega áfram í rétta átt. Árlega gefa ILGA-Europe, regnhlífarsamtök hinsegin fólks í Evrópu, út Regnbogakortið sem greinir lagalega stöðu í öllum löndum Evrópu. Í vikunni birtist uppfærð útgáfa kortsins og féll Ísland úr öðru sæti niður í það þriðja, þrátt fyrir að bæta við sig á milli ára. Belgía fer upp fyrir okkur í annað sæti Regnbogakortsins fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Tækifæri eru því til staðar fyrir Ísland að skipa sér í allra fremstu röð í heiminum og það er sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að þangað skuli áfram stefnt. Það er mögulegt á aðeins einu ári ef ný ríkisstjórn hefur kjark og vilja til þess. Íslensk stjórnvöld geta til dæmis fylgt fordæmi Belga og stigið inn með afgerandi hætti með aðgerðum gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Einnig þarf að bæta lagalega umgjörð til að tryggja líkamlega friðhelgi intersex fólks og loks réttindi fólks sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda. Þegar andstæðingar mannréttinda hinsegin fólks ýta á móti er aðeins ein fær leið fyrir frjálslynt lýðræðisríki: Áfram. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og fyrsta Hamingjuhlaupið er hlaupið af því tilefni í Elliðaárdalnum. Dagurinn í dag er einnig merkilegur fyrir þær sakir að Samtökin ‘78 munu veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg kl. 18. Hörður Torfason er sannkallaður brautryðjandi. Hann markaði veginn fyrir manneskjur eins og mig og fleiri sem á eftir komu. Fyrir fimmtíu árum síðan steig hann fram sem hommi í tímamótaviðtali, stoltur af sjálfum sér og baðst ekki afsökunar á neinu. Hörður og mörg fleiri sem mótuðu upphafsár Samtakanna ‘78 urðu fyrir miklu mótlæti. Þrátt fyrir það höfðu þau hugrekki til þess að berjast fyrir eigin tilveru - og þar með fyrir frelsi okkar allra. Sagan gengur í hringi. Mótlætið sem hinsegin fólk finnur fyrir þessa dagana, ekki síst trans fólk, er birtingarmynd sömu fordómanna og ranghugmyndanna sem brautryðjendur hinsegin réttinda á Íslandi þurftu að takast á við. Það er ráðist með markvissum hætti að réttindum okkar um allan heim og áhrif þess ná auðvitað líka hingað til Íslands. En gleymum því aldrei að við höfum séð það svartara og höfum það hugfast að við munum sjá það bjartara. Samtökin ‘78 standa í fæturna, sterkari en nokkru sinni fyrr. Við munum aldrei fela okkur aftur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun