Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2025 06:04 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar