Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 10:28 Baldur Þórallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vill reyna að fá bandarískt fræðifólk sem hefur misst vinnuna eða lífsviðurværið í hreinsunum Bandaríkjastjórnar til Íslands. Vísir Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar. Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar.
Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55