Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2025 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. Diljá vísaði meðal annars til tillögu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að taka „lítil skref til að létta á jafnlaunavottun“. Sagðist hún hafa margsinnis farið yfir það að gögn sem hún hafi „togað úr stjórnvöldum“ sýni svart á hvítu að enginn munur sé á kynbundnum launamun þar sem jafnlaunavottun hefur farið fram annars vegar og þar sem hún hefur ekki farið fram hins vegar. Sjá einnig: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Þegar hún steig í pontu sagðist Þorbjörg ekki geta sleppt því að nefna að frumvarpið um jafnlaunavottun hafi verið lagt fram í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns, Sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið flaggskip þeirrar ríkisstjórnar og rætt hafi verið mikið um það af stolti og Bjarni hafa stært sig af því á erlendri grundu. „Ég ætla að vera alveg heiðarleg og segja það: Ég deili ekki andúð Sjálfstæðisflokksins á jafnréttismálum. Ég er bara ekki þar,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði að aðgerðir sem stuðla að launajafnrétti trufli hana ekki. Umræðuna um jafnlaunavottunina má sjá hér á vef Aþingis. Hún hefst í kringum 1:31:00. Hún sagði flestar þjóðir í kringum Íslands gera kröfur um einhverskonar jafnlaunavottunarkerfi og að kerfið hér á landi hefði borið árangur á undanförnum árum. Atvinnurekendur, stjórnendur og aðrir væru meira meðvitaðir um jafnréttismál og þekking hefði aukist. Hægt væri að draga þá ályktun að vottunin hefði borið árangur. „En, þetta kerfi hefur verið gagnrýnt og ég hef lagt við hlustir, því mér finnst skipta máli að stjórnvöld hlusti eftir gagnrýni og bregðist við henni þegar gagnrýnin er rökstudd.“ Því sagðist Þorbjörg vera að leggja fram drög að frumvarpi sem hefði það markmið að létta á kerfinu. Draga úr kostnaði atvinnulífsins og opinbera geirans. Hún sagðist þó ekki tilbúin til að lýsa því yfir að hætta ætti baráttunni fyrir jafnrétti. Sú barátta væri stöðug. Meðal annars sagðist Þorbjörg vilja að vottunin fari sjaldnar fram og stefnt sé að því að hverfa frá lagaskyldu um jafnlaunavottun í núverandi mynd. Vinnan sé hafin. „Ég er stolt af því að geta sagt: Ég hef heyrt gagnrýnina, ég hef meðtekið hana, ég ætla að bregðast við henni og mun leggja fram frumvarp í samráðsgátt.“ Þá sagðist Þorbjörg vita að Diljá væri áhugakona um að jafnlaunavottun yrði alfarið afnumin en það hefði þá kannski getað gerst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá hafi þó engin skref verið stigin í þá átt. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Kjaramál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48 Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47 Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Diljá vísaði meðal annars til tillögu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að taka „lítil skref til að létta á jafnlaunavottun“. Sagðist hún hafa margsinnis farið yfir það að gögn sem hún hafi „togað úr stjórnvöldum“ sýni svart á hvítu að enginn munur sé á kynbundnum launamun þar sem jafnlaunavottun hefur farið fram annars vegar og þar sem hún hefur ekki farið fram hins vegar. Sjá einnig: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Þegar hún steig í pontu sagðist Þorbjörg ekki geta sleppt því að nefna að frumvarpið um jafnlaunavottun hafi verið lagt fram í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns, Sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið flaggskip þeirrar ríkisstjórnar og rætt hafi verið mikið um það af stolti og Bjarni hafa stært sig af því á erlendri grundu. „Ég ætla að vera alveg heiðarleg og segja það: Ég deili ekki andúð Sjálfstæðisflokksins á jafnréttismálum. Ég er bara ekki þar,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði að aðgerðir sem stuðla að launajafnrétti trufli hana ekki. Umræðuna um jafnlaunavottunina má sjá hér á vef Aþingis. Hún hefst í kringum 1:31:00. Hún sagði flestar þjóðir í kringum Íslands gera kröfur um einhverskonar jafnlaunavottunarkerfi og að kerfið hér á landi hefði borið árangur á undanförnum árum. Atvinnurekendur, stjórnendur og aðrir væru meira meðvitaðir um jafnréttismál og þekking hefði aukist. Hægt væri að draga þá ályktun að vottunin hefði borið árangur. „En, þetta kerfi hefur verið gagnrýnt og ég hef lagt við hlustir, því mér finnst skipta máli að stjórnvöld hlusti eftir gagnrýni og bregðist við henni þegar gagnrýnin er rökstudd.“ Því sagðist Þorbjörg vera að leggja fram drög að frumvarpi sem hefði það markmið að létta á kerfinu. Draga úr kostnaði atvinnulífsins og opinbera geirans. Hún sagðist þó ekki tilbúin til að lýsa því yfir að hætta ætti baráttunni fyrir jafnrétti. Sú barátta væri stöðug. Meðal annars sagðist Þorbjörg vilja að vottunin fari sjaldnar fram og stefnt sé að því að hverfa frá lagaskyldu um jafnlaunavottun í núverandi mynd. Vinnan sé hafin. „Ég er stolt af því að geta sagt: Ég hef heyrt gagnrýnina, ég hef meðtekið hana, ég ætla að bregðast við henni og mun leggja fram frumvarp í samráðsgátt.“ Þá sagðist Þorbjörg vita að Diljá væri áhugakona um að jafnlaunavottun yrði alfarið afnumin en það hefði þá kannski getað gerst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá hafi þó engin skref verið stigin í þá átt.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Kjaramál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48 Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47 Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48
Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27
„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47
Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent