Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2025 07:31 Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og “fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Maður verður ringlaður, reiður og máttlaus á víxl á því að horfa á heimsfréttirnar og hugsar stöðugt, hvað get ég gert, hvað getum við gert? Og stundum líður manni eins og maður sé staddur í bókmenntaverkinu Hungurleikunum og ekki í réttu liði. - En ég ræðst ekki á lyklaborðið í dag til þess að fjalla um stríðsátök eða óhæfa leiðtoga heldur annað brýnt málefni sem skiptir svo óheyrilega miklu máli. Og það geri ég einmitt í dag, þótt blómin og fuglarnir reyni að lokka mig út, því handan við hornið er sýning heimildamyndar á RÚV sem mig langar svo til þess að benda öllum á og enginn má missa af sem lætur sig líðan og þroska barna og unglinga varða. Já, ég veit, flest horfum við kannski á sjónvarpsefni í sarpinum, eftirá, en ég hef beðið eftir sýningu þessarar myndar í meira en ár og er virkilega spennt að Íslendingar fái að sjá hana. Og spennt að sjá hvort hún veki ekki ýmsa eldhuga! Heimildamyndin heitir „Gutter på randen“ eða „Drengir á jaðrinum“ og það er norska teymið “Nils og Ronny” sem gerðu hana, en þeir hafa gert ófáar heimildamyndir um alls kyns veigamikil verkefni víðst vegar um heiminn. Þessi nýjasta mynd þeirra, „Drengir á jaðrinum” sem sýnd verður á RÚV 21. maí kl 20:05, fjallar um magnað tilboð sem stendur unglingsdrengjum í Noregi og Danmörku til boða, sem eru við það að heltast úr lestinni við lok 9. bekkjar. Úrræðið hefur gefið það góða raun að mikill meirihluti þeirra sem það þiggja fá aukið sjálfstraust, byr í seglin, halda áfram námi og klára framhaldsskóla. Það er nemendum að kostnaðarlausu, kostað af ríki, borg og styrktaraðilum. Það sem nemendum er boðið upp á eru tveggja vikna þétt skipulagðar skólavinnubúðir. Þar er þeim tekið opnum örmum, af mikilli hlýju og bjartsýni og eru 2-3 nemendur á hvern kennara. Lögð er áhersla á lestur, ritun, stærðfræði, samskiptahæfni, sjálfsstjórn, þátttöku, forvitni, þakklæti og viljastyrk. Mikið er um einlæg samtöl og engin meiðandi hegðun umborin. Dagurinn er brotinn upp með hreyfingu og leikjum, allt undir handleiðslu kennara. Hvað bóklega námið snertir er því skipt upp í litlar einingar, þar sem nemandi sér mjög skýrt hvert verkefnið er og hvenær því er lokið. Námið er þrepaskipt og nemendur fikra sig áfram upp mjög sýnilegan stiga, þar sem stutt próf eru tekin eftir hvert þrep og nemandi veit því, við lok hvers þreps, að hann KANN það sem hann hefur nú lokið við. Þegar vikunum tveimur lýkur og nemendurnir snúa aftur til síns skóla, fá þeir eftirfylgd mentors með reglulegum samtölum. Sú eftirfylgd varir út allan 10. bekkinn og inn í framhaldsskólann ef þörf er á. Að auki eru kennarar skólabúðanna í samstarfi við viðkomandi skóla um leiðir og námsefni. Það er magnað, gjörsamlega magnað, að fylgjast með drengjunum í heimildamyndinni fyllast smátt og smátt áhuga á náminu og trú á eigin getu. Sumir fara að vakna fyrir allar aldir og fyrr en krafist er, af því þeir vilja klára verkefni, komast lengra. Að heyra þá tala um sjálfa sig, við upphaf dvalarinnar og svo þegar henni lýkur er undur sterkt. Fyrir okkur öll sem brennum fyrir vellíðan barna og styrkingu sjálfsmyndar þeirra, þá er þetta eitthvað sem snertir inn að merg. Ég hef starfað jöfnum höndum við listir og sem kennari á ólíkum stigum grunnskólans. Oftar en ekki hef ég starfað með unglingum og gjarnan með þeim nemendum sem ekki finna sig í okkar nokkuð ferkantaða skólakerfi. Ég veit því af eigin raun að þær námsaðferðir sem beitt er í “Guttas campus” (en það kallast skólabúðirnar í Noregi) virka! Og ég veit að allir geta lært, vilja læra, hafa hæfileika og luma á fjársjóði sem þarf að leysa úr læðingi. Ég hélt því bjartsýn á fundi, bæði í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg, eftir að hafa séð myndina, til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varðar, í von um að koma á fót samskonar tilboði hér heima. Áður en ég átti þá fundi hafði ég fundað með forsprakka úrræðisins í Noregi, Omar Mekki, til þess að fá nánari upplýsingar um þetta stórkostlega og árangursríka verkefni. Á báðum fundum mínum hér heima var verkefninu sýndur mikill áhugi en mér vitanlega hefur það ekki náð lengra. Ekki enn. Ég hef þó fulla trú á því að ef viljinn vaknar á ólíkum vígstöðvum, þá getum við komið þessu á fót. Og ég er viss um að það eru fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki hér á landi, sem gætu hugsað sér að koma inn í slíkt sem stuðningsaðilar. Fólk sem brennur fyrir líðan barna og unglinga, hefur e.t.v. sjálft verið á jaðrinum einhvern tíma eða vill einfaldlega bæta samfélagið! Í skólum landsins í dag gerist margt merkilegt og gott en kerfið í heild sinni má gjarnan taka breytingum og hef ég lengi séð fyrir mér breytt skólakerfi þar sem við bjóðum upp á einstaklingsmiðað nám í raun, þar sem allir fá að blómstra. Þar sem við komum snemma auga á og styrkjum hæfileika hvers og eins. Til þess þarf ýmsu að breyta, svo sem áherslum, skipulagi og mönnun fagaðila. Við erum svo dásamlega ólík mannfólkið. Merkilega snemma kemur í ljós hvar áhugi okkar og hæfileikar liggja og því ætti val á leiðum og smiðjum að koma inn miklu fyrr. Á tímabili var ég í hópi sem hugðist stofna nýjan skóla í þessum anda og leiddi Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur heitinn þann hóp af miklum eldmóði. Áform okkar voru komin það langt að ákveðið húsnæði var í skoðun og samtal hafið við Reykjavíkurborg. Því miður strönduðu þau áform í kerfinu. En það þarf meira til en einn skóla og við erum mörg sem dreymir um breytt og betur mannað skólakerfi. Hins vegar geta þeir nemendur sem nú eru að nálgast lok grunnskóla ekki beðið, þeir þurfa lausnir núna. Tilboð í anda “Guttas Campus” er leið til að mæta þeim og við getum komið á fót slíku verkefni hér á landi. Við þurfum fyrst og fremst vilja og lausnamiðað hugarfar. Þess má geta að úrræðið er nú einnig í boði fyrir stúlkur í Noregi, þótt það hafi hafist sem tilboð fyrir drengi. Þar þótti þörfin mest við upphaf verkefnisins enda brottfall þeirra úr skóla mun meira. Og alveg að lokum - kæri forseti, Halla Tómasdóttir - í kosningabaráttu þinni talaðir þú um að þú vildir leiða ólíka hópa saman til samtals og þú ræddir sérstaklega um vaxandi vanlíðan barna og unglinga. Spurningin er hvort þú viljir vera sú sem kallar til samtals um þetta og önnur brýn og spennandi lausnamiðuð verkefni. Höfundur er listamaður og kennari. Heimildamyndin Drengir á jaðrinum verður sýnd á RÚV 21. maí klukkan 20:05 Sjá heimasíðu guttascampus.no Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og “fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Maður verður ringlaður, reiður og máttlaus á víxl á því að horfa á heimsfréttirnar og hugsar stöðugt, hvað get ég gert, hvað getum við gert? Og stundum líður manni eins og maður sé staddur í bókmenntaverkinu Hungurleikunum og ekki í réttu liði. - En ég ræðst ekki á lyklaborðið í dag til þess að fjalla um stríðsátök eða óhæfa leiðtoga heldur annað brýnt málefni sem skiptir svo óheyrilega miklu máli. Og það geri ég einmitt í dag, þótt blómin og fuglarnir reyni að lokka mig út, því handan við hornið er sýning heimildamyndar á RÚV sem mig langar svo til þess að benda öllum á og enginn má missa af sem lætur sig líðan og þroska barna og unglinga varða. Já, ég veit, flest horfum við kannski á sjónvarpsefni í sarpinum, eftirá, en ég hef beðið eftir sýningu þessarar myndar í meira en ár og er virkilega spennt að Íslendingar fái að sjá hana. Og spennt að sjá hvort hún veki ekki ýmsa eldhuga! Heimildamyndin heitir „Gutter på randen“ eða „Drengir á jaðrinum“ og það er norska teymið “Nils og Ronny” sem gerðu hana, en þeir hafa gert ófáar heimildamyndir um alls kyns veigamikil verkefni víðst vegar um heiminn. Þessi nýjasta mynd þeirra, „Drengir á jaðrinum” sem sýnd verður á RÚV 21. maí kl 20:05, fjallar um magnað tilboð sem stendur unglingsdrengjum í Noregi og Danmörku til boða, sem eru við það að heltast úr lestinni við lok 9. bekkjar. Úrræðið hefur gefið það góða raun að mikill meirihluti þeirra sem það þiggja fá aukið sjálfstraust, byr í seglin, halda áfram námi og klára framhaldsskóla. Það er nemendum að kostnaðarlausu, kostað af ríki, borg og styrktaraðilum. Það sem nemendum er boðið upp á eru tveggja vikna þétt skipulagðar skólavinnubúðir. Þar er þeim tekið opnum örmum, af mikilli hlýju og bjartsýni og eru 2-3 nemendur á hvern kennara. Lögð er áhersla á lestur, ritun, stærðfræði, samskiptahæfni, sjálfsstjórn, þátttöku, forvitni, þakklæti og viljastyrk. Mikið er um einlæg samtöl og engin meiðandi hegðun umborin. Dagurinn er brotinn upp með hreyfingu og leikjum, allt undir handleiðslu kennara. Hvað bóklega námið snertir er því skipt upp í litlar einingar, þar sem nemandi sér mjög skýrt hvert verkefnið er og hvenær því er lokið. Námið er þrepaskipt og nemendur fikra sig áfram upp mjög sýnilegan stiga, þar sem stutt próf eru tekin eftir hvert þrep og nemandi veit því, við lok hvers þreps, að hann KANN það sem hann hefur nú lokið við. Þegar vikunum tveimur lýkur og nemendurnir snúa aftur til síns skóla, fá þeir eftirfylgd mentors með reglulegum samtölum. Sú eftirfylgd varir út allan 10. bekkinn og inn í framhaldsskólann ef þörf er á. Að auki eru kennarar skólabúðanna í samstarfi við viðkomandi skóla um leiðir og námsefni. Það er magnað, gjörsamlega magnað, að fylgjast með drengjunum í heimildamyndinni fyllast smátt og smátt áhuga á náminu og trú á eigin getu. Sumir fara að vakna fyrir allar aldir og fyrr en krafist er, af því þeir vilja klára verkefni, komast lengra. Að heyra þá tala um sjálfa sig, við upphaf dvalarinnar og svo þegar henni lýkur er undur sterkt. Fyrir okkur öll sem brennum fyrir vellíðan barna og styrkingu sjálfsmyndar þeirra, þá er þetta eitthvað sem snertir inn að merg. Ég hef starfað jöfnum höndum við listir og sem kennari á ólíkum stigum grunnskólans. Oftar en ekki hef ég starfað með unglingum og gjarnan með þeim nemendum sem ekki finna sig í okkar nokkuð ferkantaða skólakerfi. Ég veit því af eigin raun að þær námsaðferðir sem beitt er í “Guttas campus” (en það kallast skólabúðirnar í Noregi) virka! Og ég veit að allir geta lært, vilja læra, hafa hæfileika og luma á fjársjóði sem þarf að leysa úr læðingi. Ég hélt því bjartsýn á fundi, bæði í Menntamálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg, eftir að hafa séð myndina, til þess að kynna þetta úrræði fyrir þeim sem málið varðar, í von um að koma á fót samskonar tilboði hér heima. Áður en ég átti þá fundi hafði ég fundað með forsprakka úrræðisins í Noregi, Omar Mekki, til þess að fá nánari upplýsingar um þetta stórkostlega og árangursríka verkefni. Á báðum fundum mínum hér heima var verkefninu sýndur mikill áhugi en mér vitanlega hefur það ekki náð lengra. Ekki enn. Ég hef þó fulla trú á því að ef viljinn vaknar á ólíkum vígstöðvum, þá getum við komið þessu á fót. Og ég er viss um að það eru fjársterkir einstaklingar og fyrirtæki hér á landi, sem gætu hugsað sér að koma inn í slíkt sem stuðningsaðilar. Fólk sem brennur fyrir líðan barna og unglinga, hefur e.t.v. sjálft verið á jaðrinum einhvern tíma eða vill einfaldlega bæta samfélagið! Í skólum landsins í dag gerist margt merkilegt og gott en kerfið í heild sinni má gjarnan taka breytingum og hef ég lengi séð fyrir mér breytt skólakerfi þar sem við bjóðum upp á einstaklingsmiðað nám í raun, þar sem allir fá að blómstra. Þar sem við komum snemma auga á og styrkjum hæfileika hvers og eins. Til þess þarf ýmsu að breyta, svo sem áherslum, skipulagi og mönnun fagaðila. Við erum svo dásamlega ólík mannfólkið. Merkilega snemma kemur í ljós hvar áhugi okkar og hæfileikar liggja og því ætti val á leiðum og smiðjum að koma inn miklu fyrr. Á tímabili var ég í hópi sem hugðist stofna nýjan skóla í þessum anda og leiddi Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur heitinn þann hóp af miklum eldmóði. Áform okkar voru komin það langt að ákveðið húsnæði var í skoðun og samtal hafið við Reykjavíkurborg. Því miður strönduðu þau áform í kerfinu. En það þarf meira til en einn skóla og við erum mörg sem dreymir um breytt og betur mannað skólakerfi. Hins vegar geta þeir nemendur sem nú eru að nálgast lok grunnskóla ekki beðið, þeir þurfa lausnir núna. Tilboð í anda “Guttas Campus” er leið til að mæta þeim og við getum komið á fót slíku verkefni hér á landi. Við þurfum fyrst og fremst vilja og lausnamiðað hugarfar. Þess má geta að úrræðið er nú einnig í boði fyrir stúlkur í Noregi, þótt það hafi hafist sem tilboð fyrir drengi. Þar þótti þörfin mest við upphaf verkefnisins enda brottfall þeirra úr skóla mun meira. Og alveg að lokum - kæri forseti, Halla Tómasdóttir - í kosningabaráttu þinni talaðir þú um að þú vildir leiða ólíka hópa saman til samtals og þú ræddir sérstaklega um vaxandi vanlíðan barna og unglinga. Spurningin er hvort þú viljir vera sú sem kallar til samtals um þetta og önnur brýn og spennandi lausnamiðuð verkefni. Höfundur er listamaður og kennari. Heimildamyndin Drengir á jaðrinum verður sýnd á RÚV 21. maí klukkan 20:05 Sjá heimasíðu guttascampus.no
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar