Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 06:00 Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar