Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann og Sigurður Kári Harðarson skrifa 21. maí 2025 09:01 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun