Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:33 Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar