Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 28. maí 2025 07:00 Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fram kemur með skýrum hætti í yfirlýsingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, undirritaði í síðustu viku ásamt utanríkisráðherrum Noregs, Liechtenstein og Evrópusambandsins, að til standi að aðlaga stefnu ríkjanna þriggja í utanríkismálum að utanríkisstefnu sambandsins. Þar segir einfaldlega undir fyrirsögninni „Aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins“ að ríkin þrjú, sem aðild eiga að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) og EES-samningnum, muni aðlaga sig að „ákvörðunum, yfirlýsingum og refsiaðgerðum“ sambandsins. Formaður Viðreisnar hefur ítrekað hafnað því að undanförnu að til standi að taka upp utanríkisstefnu Evrópusambandsins eftir að vakin var athygli á málinu á Stjórnmálin.is fyrir helgi, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þrátt fyrir að það sé eðli málsins samkvæmt það sem felst í aðlögun að stefnu sambandsins í utanríkismálum sem aftur samræmist engan veginn sjálfstæðri utanríkisstefnu. Málið hefur í þrígang verið rætt á vettvangi þingsins að undanförnu þar sem meðal annars kom fram að utanríkismálanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um þetta meginatriði yfirlýsingarinnar. Hins vegar breytir auðvitað engu hvað Þorgerður Katrín segir þegar það samræmist ekki því sem hún hefur beinlínis skrifað undir. Annars vakti athygli í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í fyrradag hvernig Þorgerður gerði sér greinilega far um að ræða ekki ákvæði yfirlýsingarinnar, eða samkomulagsins eins og hún kallaði hana sem er vitanlega enn formlegri farvegur, um aðlögunina þrátt fyrir að sérstaklega væri spurt um það. Rétt eins og að ekkert var minnzt á aðlögunina í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytsins um yfirlýsinguna í síðustu viku. Feluleikur Þorgerðar leynir sér ekki. Með öðrum orðum hyggst Þorgerður Katrín aðlaga Ísland að Evrópusambandinu í utanríkismálum undir því yfirskyni að þess þurfi vegna EES-samningsins, þrátt fyrir að engum slíkum skuldbindingum sé fyrir að fara í honum, áður en til stendur að greidd verði atkvæði um það í þjóðaratkvæði hvort stefna eigi að inngöngu í sambandið. Ef kröfu um slíkt er hins vegar fyrir að fara af hálfu Evrópusambandsins vegna EES-samningsins eiga íslenzk stjórnvöld vitanlega að standa í fæturna í þeim efnum. Þá er enn fremur um að ræða enn ein veigamiklu rökin fyrir því að endurskoða aðildina að honum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun