Til hamingju með sjómannadaginn Sigurjón Þórðarson skrifar 31. maí 2025 08:02 Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hátíðardegi sjómanna er tilefni að líta til baka og fara yfir það sem tekist hefur vel. Einnig er ástæða til að fara yfir helstu áskoranir sem blasa við í sjávarútvegi. Margir jákvæðar áfangar hafa náðst á síðustu árum í störfum sjómanna og í sjávarútvegi almennt. Bylting hefur orðið í öryggismálum sjófarenda og sama má segja um öryggi- og vinnuumhverfi á fiskiskipum. Bætt flutningatækni hefur tryggt að gæðaafurðir komast fyrr á disk neytenda í fjarlægum löndum. Það hefur síðan skilað sér í hærra afurðaverði öllum til hagsbóta. Það eru vissulega tækifæri til að gera betur. Í því sambandi vil ég nefna einkum þrjá þætti. Brýnast er að sjómenn fái réttlátan hlut af raunverðmætum, fiskveiðiráðgjöfin verði árangursríkari og styrkja þarf byggðafestuna. Það er einfalt að tryggja réttlátan hlut með því að tengja uppgjör með beinni hætti við gagnsætt og sanngjarnt markaðsvirði. Það er hagur sveitarfélaganna að launakjör sjómanna séu sanngjörn og góð. Það skilar sér með beinum hætti í hærra útsvari. Fiskveiðiráðgjöfin sem átti að skila auknum afla hefur því miður skilað miklu minni afla í öllum fisktegundum sem hafa verið kvótasettar. Því er rétt að endurskoða aðferðafræði sem gengur þvert gegn upphaflegum markmiðum og hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Almennt væri það til mikilla bóta að tryggja aðkomu skipstjóra að veiðiráðgjöfinni og skoða hlutina upp á nýtt. Þannig fengist breiðari sýn á fiskveiðiráðgjöfina en margvíslegir líffræðilegir þættir m.a. hægari vaxtarhraði og nýliðun benda eindregið til að bæta megi í veiðina. Skynsamlegt fyrsta skref væri að draga ekki strandveiðiafla frá öðrum veiðiheimildum og gefa sjávarbyggðunum sjálfum rétt til nýtingar á nálægum fiskimiðum. Með því væri ekki aðeins byggðafesta tryggð heldur einnig skynsamleg nýting á fiskimiðum á grunnslóð. Þrátt fyrir mikinn vöxt annarra atvinnugreina á undanförnum árum er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs og verður það áfram. Þar eins og fyrr gegna sjómenn lykilhlutverki við að draga verðmæti að landi. Á sjómannadeginum heiðrum við þeirra framlag. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar