Mannréttindi fatlaðs fólks - orð og efndir Unnur Helga Óttarsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 3. júní 2025 09:32 Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar