„Erum ekki dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum“ Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 16:09 Þær Diljá og Úlfhildur eru langt í frá sáttar við ummæli Kolbrúnar á þingi nú áðan. Þær segjast sannarlega ekki dúkkur sem Snorri Másson geti sagt fyrir verkum eða hvað þær eigi að segja. Ásdís María/ljósmyndafélagið í mr Þær Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir furða sig mjög á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns Flokks fólksins og telja sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi ætlað minnihlutanum. Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“ Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina.“ Ein þessara „ungu krakka“ er Diljá Kjerúlf sem er fyrrverandi inspector scholae hjá MR en hún útskrifaðist þaðan í vor. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ segir Diljá sem veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Snorri varla valið varaformann Ungra vinstri grænna Með Diljá var Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir og hún segir þetta alrangt með farið hjá Kolbrúnu. „Snorri valdi okkur ekki. Ef Kolbrún hefi kynnt sér þetta eitthvað þá hefði hún komist að því að ég er varaformaður Ungra vinstri grænna. Snorri hefði tæplega valið mig ef hann hefði vitað það.“ Diljá segist ekki skilja hvernig á þessum ummælum, skeyti sem þær urðu fyrir af hálfu Kolbrúnar, er til komið. Þetta var fyrir mörgum mánuðum.Ásdís María Úlfhildur, sem er ári yngri en Diljá, segir þetta koma illa við sig að vera sökuð um svona nokkuð. „Að segja að við séum einhverjar dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum er óvirðing. Og hvorki Snorri né nokkur annar veit mínar skoðanir á samræmdu prófunum. Það veit enginn. Þetta dregur úr því að börn og ungmenni þori að segja sitt. Það er bara ekki í lagi að það sé umræða um okkur á þessum nótum á Alþingi,“ segir Úlfhildur. Algerlega tilhæfulaus ummæli og vilja afsökunarbeiðni Dilja segir ummælin algerlega tilhæfulaus. Meirihlutinn hafi fellt það á sínum tíma, fyrir mörgum mánuðum, að þau fengju að koma fyrir nefndina svo mikið sem. Þá segist hún ekki, ekki frekar en Úlfhildur, fylgja Snorra að málum. Hún hafi einfaldlega fengið símtal frá konrektor sem hafi valið hana ásamt öðrum til að fara. Úlfhildur segir það niðurlægjandi að Kolbrún hafi látið að liggja að þær taki bara við skipunum frá Snorra Mássyni, sem þær fylgi alls ekki að málum í pólitíkinni. „Hann mælti með mér af því að ég var forseti MR, var í Morfís og hef sterkar skoðanir á þessu.“ Þetta er fyrir mörgum mánuðum og því komu ummælin nú flatt upp á þær Diljá og Úlfhildi. Þeim finnst sem þær hafi saklausar orðið fyrir skeyti þingmannsins, sem beindist að Snorra og Jóni Zimsen en þær óvart orðið fyrir bombunni - „Collateral Damage“. „Ég er ekkert yfir mig brjáluð, þetta er fyndið og galið í senn. En það er alvarlegur undirtónn í þessu máli,“ segir Diljá. Báðar telja þær mikilvægt að raddir nemenda heyrist en það varð ekki – ekki að þessu sinni. Diljá vill að endingu krefjast þess að hin virðulega Kolbrún sendi þeim öllum persónulega afsökunarbeiðni. „Það væri alla vega vel metið.“
Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira