Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði Árni Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 09:00 Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla- og menntamál Árni Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun