Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði Árni Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 09:00 Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla- og menntamál Árni Guðmundsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun