Við erum 40 árum á eftir Einar Sverrisson skrifar 8. júní 2025 22:00 Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var bæði sárt og sláandi að lesa nýjustu fréttir af því að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hætta við þegar tryggða fjármögnun til að stækka fjóra íslenska verk- og starfsnámskóla. Þetta átti að vera raunverulegt framfaraskref en nú hefur verið stigið á bremsuna og í raun bakkað enn á ný. Samningar höfðu verið undirritaðir, sveitarfélögin tilbúin, allt í farvegi en nú á ekkert að verða af þessu. Þrátt fyrir mikla eftirspurn og skort á iðnmenntuðu fólki þetta eru ekki bara vonbrigði þetta er skýr áminning að lausnin kemur ekki ofan frá. 1. Verkmenntaskólar sem frímerki – staðan er alvarlegStaðan sem blasir við í verkmenntun á Íslandi árið 2025 er grafalvarleg. Skólar eru yfirfullir, aðstaðan niðurnídd og húsnæði sem var ætlað tímabundið fyrir 30–40 árum er enn í notkun með lítilli sem engri viðhalds- eða framtíðarsýn. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti var reistur 1975 viðbót sem átti að rísa 10 árum síðar hefur aldrei verið byggð.Iðnskólinn í Reykjavík hefur misst helminginn af sinni aðstöðu.Á Ísafirði átti að rísa 1.000 fermetra nýbygging sem nú hefur verið skorin niður í 600 fermetra og krafist er sérstakrar þarfagreiningar á hverjum einasta fermetra. Þetta er eins og að láta skurðlækni skila inn rökstuðningi fyrir hverju skurðarhnífsblaði á meðan aðrir fá heilt sjúkrahús án spurninga. 2. Við köllum þetta smíðar en þetta er bara föndurSem fyrrum smíðakennari á grunnskólastigi veit ég að þetta vandamál byrjar miklu fyrr en í framhaldsskóla. Það er meira en 40 ár síðan smíðar og önnur verkleg kennsla var sinnt af fagfólki með almennilega aðstöðu í flestum grunnskólum landsins.Í dag er „smíðakennsla“ oft lítið annað en föndur í afgangsrými. Það vantar bæði tæki og aðstöðu en fyrst og fremst virðingu fyrir greininni.Skólastjórar og kennarar vilja gera betur. En þeir fá hvorki stuðning né fjármuni áherslan er öll á bóknám verkmenntun hefur orðið jaðarsett innan menntakerfisins. 3. Einu sinni var þetta sjálfsagt nú er það orðin baráttaÞað gleymist að þetta var áður hluti af eðlilegu samfélagslífi einu sinni voru iðnskólar og verkleg aðstaða í nær hverju einasta bæjarfélagi á landinu.Það þótti sjálfsagt að ungt fólk lærði að byggja, rafvæða, smíða og lagfæra. Skólar voru hluti af samfélaginu og samfélagið hluti af skólunum þetta var ekki flókið.Í dag er þetta flækt, tafið og kæft af kerfinu. Það þarf þarfagreiningar, langa ferla, samþykktir og endalausa endurskoðun. Hver fermetri þarf réttlætingu eins og þetta séu byggingar sem þjóðin geti ekki staðið undir.Það er algjörlega fráleitt við höfum flækt þetta en þetta er ekkert flókið það þarf bara vilja. 4. Lausnin kemur ekki frá ríkinu hún kemur frá okkurVið verðum að horfast í augu við staðreyndir ríkið ætlar sér ekki að byggja þessa skóla, það ætlar sér ekki að endurreisa verkmenntun. Það hefur haft fjóra áratugi til þess og ekki staðið við loforðin.Þess vegna þarf að hreyfa við öðrum öflum. Við þurfum að kalla til sveitarfélög, atvinnulífið, sjóði, einkaaðila, foreldra og þá sem bera raunverulegan hug til iðnmenntunar. Við þurfum nýtt samstarf, nýja hugsun og nýja leið.Við getum ekki byggt undir atvinnulífið með tómum loforðum. Við getum ekki haldið áfram að horfa upp á ungmenni sem vilja vinna með höndunum en fá engin tæki til þess. Við verðum að gera þetta sjálf. 5. Þetta er síðasta viðvöruninVið erum ekki að krefjast óraunhæfra hluta. Við erum að biðja um það allra einfaldasta að unga fólkið okkar fái að mennta sig í greinum sem halda samfélaginu gangandi að það fái húsnæði, tæki og kennslu. Ef við gerum ekkert núna, þá gerist ekkert þetta er síðasta viðvörunin. Við getum ekki treyst á ríkisstjórn sem hliðrar fjárlögum í sífellu við getum ekki lagt framtíð iðnnáms í hendur kerfis sem hefur hafnað því í fjóra áratugi. Ef við gerum þetta ekki þá verður það ekki gert. Þess vegna er kominn tími til að hætta að spyrja stjórnvöld hvað þau ætli að gera og byrja að spyrja hvert annað hvað ætlum við að gera? Við verðum að byggja þessa framtíð sjálf með okkar eigin höndum við verðum að byrja í dag. Höfundur er húsasmiður og kennari
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun