Hvers vegna borga foreldrar í Kópavogi mest? Eydís Inga Valsdóttir skrifar 10. júní 2025 12:32 Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kópavogur er dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir foreldra með börn í leikskóla. Fyrir raunhæfan dvalartíma – 7 til 9 klukkustundir á dag – greiða foreldrar þar 27–75% hærri gjöld en í öðrum sveitarfélögum. Munurinn er enn meiri fyrir fjölskyldur með tvö börn, þar sem Kópavogur er næstum tvöfalt dýrari en Reykjavík eftir að svokallað Kópavogsmódel var innleitt af núverandi meirihluta. SAMLEIK – Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi – hafa bent á og gagnrýnt þessa þróun opinberlega. Auk þess hefur bærinn tekið upp kerfi sem heimilar fjórfaldar hækkanir á leikskólagjöldum árlega, og þegar hafa gjöldin verið hækkuð tvisvar sinnum á árinu 2025. Þrátt fyrir þetta heldur meirihlutinn áfram að lýsa Kópavogi sem fjölskylduvænum bæ. En þegar kostnaður við fyrsta skólastigið er skoðaður blasir önnur mynd við. Leikskólagjöldin eru í raun skattar á barnafjölskyldur og endurspegla forgangsröðun stjórnvalda í Kópavogi. Samanburður leikskólagjalda á höfuðborgarsvæðinu Fyrir eitt barn í 8 klst. vistun með fæði greiða foreldrar í Kópavogi 54.018 kr. á mánuði, en til samanburðar greiða foreldrar 42.645 kr. í Hafnarfirði, 30.745 kr. í Mosfellsbæ og 34.542 kr. í Reykjavík. Þessi munur eykst með lengri vistunartíma. Fyrir fjölskyldu með tvö börn er munurinn enn meiri. Í Kópavogi greiðir fjölskylda með tvö börn 95.206 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun, á meðan sambærileg fjölskylda greiðir 74.649 kr. í Hafnarfirði, 51.037 kr. í Mosfellsbæ, og 49.316 kr. í Reykjavík. Skýringin liggur meðal annars í systkinaafslætti. Kópavogur veitir 30% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn og 75% afslátt fyrir þriðja barn. Reykjavík veitir aftur á móti 100% afslátt af dvalargjaldi fyrir annað barn, Hafnarfjörður 75%, og bæði Mosfellsbær og Garðabær 50%. Slíkur afsláttur skiptir miklu máli fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir hvern? Ef 6 tíma gjaldfrjáls vistun í Kópavogi er undanskilin – sem er óraunhæfur kostur fyrir flesta foreldra í fullri vinnu – blasir við að Kópavogur er það sveitarfélag sem veitir minnstan fjárhagslegan stuðning við barnafjölskyldur í gegnum leikskólagjöld. Það er vissulega mikilvægt að leikskólar séu vel mannaðir og að þar þrífist faglegt og skapandi skólastarf. Ef Kópavogsmódelið hefur auðveldað mönnun og létt álag á börnum og starfsfólki er það að sjálfsögðu jákvæð þróun. En fjárhagslegt álag fjölskyldna og andleg líðan má ekki gleymast í þeirri vegferð – enda hefur það bein áhrif á líðan barna, velferð heimilanna og jafnrétti til náms. Kópavogsmódelið virðist í reynd fela í sér að foreldrar greiði með hæstu leikskólagjöldum landsins – og að aðeins þau sem búa við fjárhagslegt öryggi og gott félagslegt bakland geti nýtt sér gjaldfrjálsa vistun. Þá verður að spyrja: Fyrir hverja er þessi stefna hönnuð? Svona stefna leggur ekki grunn að barnvænu samfélagi. Það er gert með raunverulegum stuðningi við barnafjölskyldur – en í Kópavogi hefur sá stuðningur dregist aftur úr. Það endurspeglast skýrt í reikningunum sem foreldrar fá í lok hvers mánaðar. Höfundur er tveggja barna móðir búsett í Kópavogi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun