Hvers vegna að kenna leiklist? Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir skrifa 12. júní 2025 09:30 Leiklist er einstakt listform sem getur bæði virkað sem aðferð til almenns náms og sem sjálfstæð námsgrein. Nemendur geta þróað tilfinningar sínar í gegnum leiklist, auk samkenndar og sjálfsstjórnar. Þeir geta byggt upp sjálfstraust og sköpunarkraft, eflt tjáningarhæfileika sína og bætt félags- og samvinnuhæfni. Sérstaða leiklistar felst meðal annars í því hvernig hún nýtir vitsmuni, sköpunargáfu og líkamlega færni til jafns. Leiklist er afl til breytinga sem stuðlar að félagslegum og tilfinningalegum þroska nemenda. Frá árinu 2013 hefur leiklist verið hluti af aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi, bæði sem aðferð og sem námsgrein. Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fer fram öflugt nám í list- og verkgreinakennslu og er kennsla í leiklist þar á meðal. Leiklist sem aðferð getur eflt nám í greinum eins og móðurmáli, samfélagsfræði, sögu og erlendum tungumálum. Leiklistin getur þannig gegnt lykilhlutverki í samþættingu námsgreina og viðfangsefna. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla þurfa þær kennslustundir að innihalda „kennara í hlutverki, lifandi leik, sjálfstjáningu, þroska í gegnum leiklist, vinnu í pörum og nám í gegnum leiklist”. Leiklist sem námsgrein felur hins vegar í sér þjálfun nemenda í aðferðum listformsins og leikrænu læsi í víðasta skilningi. Hún auðgar skilning nemenda á sjálfum sér, mannlegu eðli og samfélagi. Þegar nemendur taka þátt í leiklist fá þeir tækifæri til að setja sig í spor annarra í ímynduðu samhengi, sem hvetur þá til að tala og tjá sig út frá mismunandi sjónarhornum í öryggi kennslustofunnar. Samkvæmt aðalnámskrá þurfa þær kennslustundir að innihalda „spuna, hæfni nemenda til að taka að sér hlutverk, vinna með texta, vinna í hóp, vinna með margar tegundir leikhúss, tileinka sér ólíka leikstíla og skilja tengsl milli flytjanda og áhorfenda“. Sérstaða leiklistar Leiklist hefur einstakt hlutverk innan námskrárinnar. Með leiklist eflist vitsmunalegt nám þar sem hún stuðlar að dýpri hugsun og gagnrýnni greiningu. Hún eflir skapandi nám með því að opna leiðir til nýsköpunar og tjáningar og líkamlegt nám þar sem hún hvetur nemendur til að nota líkama sinn sem hluta af náminu. Hún gerir kennurum kleift að umbreyta nemendum sínum í gegnum aðferðir leiklistar, ekki aðeins með því að auka þekkingu þeirra heldur einnig með því að þróa tilfinningalega og félagslega hæfni þeirra. Hvort sem kennarinn vinnur sem „kennari í hlutverki“ til að auðga ferlið eða leiðir nemendur í vinnu með texta, leikstíl eða spuna til að skapa afurð, þá vinna kennarar og nemendur saman að því að tjá og auðga tilfinningar sínar. Þau leitast við að skilja og viðurkenna tengsl menningar og gilda. Leiklist snýst um að kanna, uppgötva, skapa og flytja. Í gegnum leiklist læra nemendur að eiga samskipti við hvert annað á öruggan hátt og prófa mismunandi félagsleg hlutverk. Leikhús og félagslegt réttlæti í skólakerfinu Leikhús getur einnig verið vettvangur náms. Námið getur átt sér stað í gegnum leikrænt læsi, sögugerð og það að sitja og fylgjast með leiksýningu. Kostir þess að börn sæki leikhús eru fjölmargir; það ýtir undir samkennd og menningarlæsi, þroskar gagnrýna hugsun, stuðlar að vellíðan og er um leið skemmtilegt. En leikhús er líka staður þar sem töfrar skapast. Upplifun barns af leikhúsi getur verið lífsbreytandi reynsla og tækifæri til að læra á einstakan hátt. Leikhúsið er „hvað ef…“ heimur. Barnið fer inn í ímyndaðan heim þar sem allt getur gerst. Sýning í kennsluleikhúsi getur byggt á skáldaðri sögu, sögulegum viðburði eða vandamálum samtímans sem býður ungmennum upp á leikhúsupplifanir sem hafa möguleika á að brjóta niður föst tvíhyggjuhugtök á borð við list og nytsemishyggju, menntun og afþreyingu, popúlisma og elítisma, ferli og afurð, virkni og óvirkni, þátttöku og áhorf. Í þessu samhengi verður leikhúsið að miðli sem býður upp á bæði aðgerð og ígrundun en, mikilvægast af öllu, umbreytingu. Þegar börn horfa á leiksýningu, þróa þau hæfni til að ímynda sér nýjar aðstæður og tengja sögur og persónur við eigið líf sem hvetur þau til að búa til sínar eigin hugmyndir sem styrkir skapandi hugsun. Í gegnum söguna og persónur geta börn sett sig í spor annarra og efla þannig samkennd, sjálfskoðun og tilfinningalegan skilning. Leikhúsið hvetur börn til að íhuga og skoða merkingu sögunnar, hegðun persóna og siðferðilegar spurningar sem leiksýningin vekur upp. Leikhúsið sýnir börnum hvernig tjáning, rými og saga vinna saman. Þetta getur veitt þeim innblástur til að skapa eigið leikrænt efni eða sjá hlutverk þeirra sjálfra sem þátttakenda í samfélaginu á annan hátt. Leikhúsið getur þannig umbreytt hugmyndum barna um heiminn og þeirra eigin möguleika. Í þessu liggur styrkur leikhúss sem miðils sem ekki aðeins fræðir og skemmtir heldur þroskar, mótar og kallar á nýja sýn á hlutverk einstaklingsins í samfélagi og menningu. Leiklist og kennsluleikhús veitir öllum nemendum, óháð félagslegri stöðu þeirra, tækifæri til að taka þátt í „Hvað ef…“ heimi sem er stöðugt að breytast. Auk þess sem tæknin þróast á ógnarhraða hefur leiklist það fram yfir aðrar greinar að hún veitir tækifæri til ímyndunar og sviðsetninga framtíðar jafnframt því að prófa nýjar hugmyndir í öruggu rými innan skólastofunnar. Hvað er öruggt rými? Í verkefninu ArtEd sem höfundar tóku þátt í að móta er samstarfsvettvangi og öruggu rými lýst með eftirfarandi hætti: Samstarfsvettvangur: Þetta felur í sér að skapa umhverfi þar sem þátttakendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Það byggir á gagnkvæmu trausti, virðingu og jafnræði þar sem hugmyndir allra eru teknar alvarlega og metnar. Samstarfið er bæði hvetjandi og styrkjandi, þar sem þátttakendur geta lært hver af öðrum og nýtt styrkleika hópsins í heild sinni. Öruggt rými Er vettvangur þar sem þátttakendur upplifa sig örugga til að tjá sig án ótta við gagnrýni, niðurlægingu eða útskúfun. Í slíku rými er mikilvægt að stuðla að samþykki, stuðningi og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileika í skoðunum, reynslu og bakgrunni. Hugtakið öruggt rými leggur einnig áherslu á það hugrekki sem þarf til að takast á við erfiðar samræður og áskoranir í umhverfi þar sem öllum er sýnd virðing. Nemendur eru hvattir til að deila tilfinningum, hugmyndum og reynslu á opinskáan hátt og vinna úr þeim í anda samkenndar og sköpunar. Slík umgjörð skapar kjöraðstæður fyrir nám og persónulegan þroska í gegnum listir og skapandi ferli, þar sem allir þátttakendur geta verið þátttakendur á jafnréttisgrundvelli. Leiklist sem hluti af listum Leiklist er mikilvæg listgrein og skiptir máli sem hluti af menntakerfinu. Í gegnum listir geta nemendur byggt upp nýja fagurfræðilega þekkingu og dýpkað skilning sinn á mannlegum hvötum og reynslu. Leiklist, eins og listnám almennt, er kennsluaðferð með arfleifð sem hefur möguleika á að nútímavæða skólastarf. Við teljum að leiklist, leikhús og listmenntun séu mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem ungt fólk stendur frammi fyrir í nútímasamfélagi. Í gegnum leiklist læra nemendur að eiga samskipti við hvert annað í öruggu rými og prófa mismunandi félagsleg hlutverk. Í gegnum hlutverkaleik kanna þeir hvað það þýðir að vera manneskja. Með því að bjóða upp á leiklist, leikhús og listmenntun í skólum gefum við öllum nemendum tækifæri til að taka þátt í „Hvað ef…“ heimi óháð samfélagsstöðu. Í heimi sem breytist hratt og þar sem tækni þróast á ógnarhraða hefur leiklist það fram yfir aðrar greinar að hún býður upp á tækifæri til að ímynda sér, setja aðstæður framtíðar á svið og prófa hugmyndir í „Hvað ef…“ heimi. Við teljum að í þessu samhengi sé leiklist ekki aðeins námsgrein heldur öflug aðferð til að stuðla að félagslegu réttlæti og jöfnum tækifærum fyrir alla nemendur. Hún hjálpar nemendum að skilja og meta fjölbreytileika mannlegrar reynslu og gefur þeim tæki til að íhuga, skapa og móta eigin framtíð. Í haust flytur Menntavísindasvið Háskóla Íslands í nýtt húsnæði á melunum í Sögu við Hagatorg þar sem öll aðstaða í list- og verkgreinum verður hin glæsilegasta. Höfundar eru leiklistarkennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hafa verið leiðandi í leiklist og kennslufræði leiklistar. Rannsóknir þeirra hafa m.a. snúið að bættum kennsluaðferðum í leik- og grunnskóla með aðferðum leiklistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Leiklist er einstakt listform sem getur bæði virkað sem aðferð til almenns náms og sem sjálfstæð námsgrein. Nemendur geta þróað tilfinningar sínar í gegnum leiklist, auk samkenndar og sjálfsstjórnar. Þeir geta byggt upp sjálfstraust og sköpunarkraft, eflt tjáningarhæfileika sína og bætt félags- og samvinnuhæfni. Sérstaða leiklistar felst meðal annars í því hvernig hún nýtir vitsmuni, sköpunargáfu og líkamlega færni til jafns. Leiklist er afl til breytinga sem stuðlar að félagslegum og tilfinningalegum þroska nemenda. Frá árinu 2013 hefur leiklist verið hluti af aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi, bæði sem aðferð og sem námsgrein. Við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fer fram öflugt nám í list- og verkgreinakennslu og er kennsla í leiklist þar á meðal. Leiklist sem aðferð getur eflt nám í greinum eins og móðurmáli, samfélagsfræði, sögu og erlendum tungumálum. Leiklistin getur þannig gegnt lykilhlutverki í samþættingu námsgreina og viðfangsefna. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla þurfa þær kennslustundir að innihalda „kennara í hlutverki, lifandi leik, sjálfstjáningu, þroska í gegnum leiklist, vinnu í pörum og nám í gegnum leiklist”. Leiklist sem námsgrein felur hins vegar í sér þjálfun nemenda í aðferðum listformsins og leikrænu læsi í víðasta skilningi. Hún auðgar skilning nemenda á sjálfum sér, mannlegu eðli og samfélagi. Þegar nemendur taka þátt í leiklist fá þeir tækifæri til að setja sig í spor annarra í ímynduðu samhengi, sem hvetur þá til að tala og tjá sig út frá mismunandi sjónarhornum í öryggi kennslustofunnar. Samkvæmt aðalnámskrá þurfa þær kennslustundir að innihalda „spuna, hæfni nemenda til að taka að sér hlutverk, vinna með texta, vinna í hóp, vinna með margar tegundir leikhúss, tileinka sér ólíka leikstíla og skilja tengsl milli flytjanda og áhorfenda“. Sérstaða leiklistar Leiklist hefur einstakt hlutverk innan námskrárinnar. Með leiklist eflist vitsmunalegt nám þar sem hún stuðlar að dýpri hugsun og gagnrýnni greiningu. Hún eflir skapandi nám með því að opna leiðir til nýsköpunar og tjáningar og líkamlegt nám þar sem hún hvetur nemendur til að nota líkama sinn sem hluta af náminu. Hún gerir kennurum kleift að umbreyta nemendum sínum í gegnum aðferðir leiklistar, ekki aðeins með því að auka þekkingu þeirra heldur einnig með því að þróa tilfinningalega og félagslega hæfni þeirra. Hvort sem kennarinn vinnur sem „kennari í hlutverki“ til að auðga ferlið eða leiðir nemendur í vinnu með texta, leikstíl eða spuna til að skapa afurð, þá vinna kennarar og nemendur saman að því að tjá og auðga tilfinningar sínar. Þau leitast við að skilja og viðurkenna tengsl menningar og gilda. Leiklist snýst um að kanna, uppgötva, skapa og flytja. Í gegnum leiklist læra nemendur að eiga samskipti við hvert annað á öruggan hátt og prófa mismunandi félagsleg hlutverk. Leikhús og félagslegt réttlæti í skólakerfinu Leikhús getur einnig verið vettvangur náms. Námið getur átt sér stað í gegnum leikrænt læsi, sögugerð og það að sitja og fylgjast með leiksýningu. Kostir þess að börn sæki leikhús eru fjölmargir; það ýtir undir samkennd og menningarlæsi, þroskar gagnrýna hugsun, stuðlar að vellíðan og er um leið skemmtilegt. En leikhús er líka staður þar sem töfrar skapast. Upplifun barns af leikhúsi getur verið lífsbreytandi reynsla og tækifæri til að læra á einstakan hátt. Leikhúsið er „hvað ef…“ heimur. Barnið fer inn í ímyndaðan heim þar sem allt getur gerst. Sýning í kennsluleikhúsi getur byggt á skáldaðri sögu, sögulegum viðburði eða vandamálum samtímans sem býður ungmennum upp á leikhúsupplifanir sem hafa möguleika á að brjóta niður föst tvíhyggjuhugtök á borð við list og nytsemishyggju, menntun og afþreyingu, popúlisma og elítisma, ferli og afurð, virkni og óvirkni, þátttöku og áhorf. Í þessu samhengi verður leikhúsið að miðli sem býður upp á bæði aðgerð og ígrundun en, mikilvægast af öllu, umbreytingu. Þegar börn horfa á leiksýningu, þróa þau hæfni til að ímynda sér nýjar aðstæður og tengja sögur og persónur við eigið líf sem hvetur þau til að búa til sínar eigin hugmyndir sem styrkir skapandi hugsun. Í gegnum söguna og persónur geta börn sett sig í spor annarra og efla þannig samkennd, sjálfskoðun og tilfinningalegan skilning. Leikhúsið hvetur börn til að íhuga og skoða merkingu sögunnar, hegðun persóna og siðferðilegar spurningar sem leiksýningin vekur upp. Leikhúsið sýnir börnum hvernig tjáning, rými og saga vinna saman. Þetta getur veitt þeim innblástur til að skapa eigið leikrænt efni eða sjá hlutverk þeirra sjálfra sem þátttakenda í samfélaginu á annan hátt. Leikhúsið getur þannig umbreytt hugmyndum barna um heiminn og þeirra eigin möguleika. Í þessu liggur styrkur leikhúss sem miðils sem ekki aðeins fræðir og skemmtir heldur þroskar, mótar og kallar á nýja sýn á hlutverk einstaklingsins í samfélagi og menningu. Leiklist og kennsluleikhús veitir öllum nemendum, óháð félagslegri stöðu þeirra, tækifæri til að taka þátt í „Hvað ef…“ heimi sem er stöðugt að breytast. Auk þess sem tæknin þróast á ógnarhraða hefur leiklist það fram yfir aðrar greinar að hún veitir tækifæri til ímyndunar og sviðsetninga framtíðar jafnframt því að prófa nýjar hugmyndir í öruggu rými innan skólastofunnar. Hvað er öruggt rými? Í verkefninu ArtEd sem höfundar tóku þátt í að móta er samstarfsvettvangi og öruggu rými lýst með eftirfarandi hætti: Samstarfsvettvangur: Þetta felur í sér að skapa umhverfi þar sem þátttakendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Það byggir á gagnkvæmu trausti, virðingu og jafnræði þar sem hugmyndir allra eru teknar alvarlega og metnar. Samstarfið er bæði hvetjandi og styrkjandi, þar sem þátttakendur geta lært hver af öðrum og nýtt styrkleika hópsins í heild sinni. Öruggt rými Er vettvangur þar sem þátttakendur upplifa sig örugga til að tjá sig án ótta við gagnrýni, niðurlægingu eða útskúfun. Í slíku rými er mikilvægt að stuðla að samþykki, stuðningi og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileika í skoðunum, reynslu og bakgrunni. Hugtakið öruggt rými leggur einnig áherslu á það hugrekki sem þarf til að takast á við erfiðar samræður og áskoranir í umhverfi þar sem öllum er sýnd virðing. Nemendur eru hvattir til að deila tilfinningum, hugmyndum og reynslu á opinskáan hátt og vinna úr þeim í anda samkenndar og sköpunar. Slík umgjörð skapar kjöraðstæður fyrir nám og persónulegan þroska í gegnum listir og skapandi ferli, þar sem allir þátttakendur geta verið þátttakendur á jafnréttisgrundvelli. Leiklist sem hluti af listum Leiklist er mikilvæg listgrein og skiptir máli sem hluti af menntakerfinu. Í gegnum listir geta nemendur byggt upp nýja fagurfræðilega þekkingu og dýpkað skilning sinn á mannlegum hvötum og reynslu. Leiklist, eins og listnám almennt, er kennsluaðferð með arfleifð sem hefur möguleika á að nútímavæða skólastarf. Við teljum að leiklist, leikhús og listmenntun séu mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr í ljósi þeirra áskorana sem ungt fólk stendur frammi fyrir í nútímasamfélagi. Í gegnum leiklist læra nemendur að eiga samskipti við hvert annað í öruggu rými og prófa mismunandi félagsleg hlutverk. Í gegnum hlutverkaleik kanna þeir hvað það þýðir að vera manneskja. Með því að bjóða upp á leiklist, leikhús og listmenntun í skólum gefum við öllum nemendum tækifæri til að taka þátt í „Hvað ef…“ heimi óháð samfélagsstöðu. Í heimi sem breytist hratt og þar sem tækni þróast á ógnarhraða hefur leiklist það fram yfir aðrar greinar að hún býður upp á tækifæri til að ímynda sér, setja aðstæður framtíðar á svið og prófa hugmyndir í „Hvað ef…“ heimi. Við teljum að í þessu samhengi sé leiklist ekki aðeins námsgrein heldur öflug aðferð til að stuðla að félagslegu réttlæti og jöfnum tækifærum fyrir alla nemendur. Hún hjálpar nemendum að skilja og meta fjölbreytileika mannlegrar reynslu og gefur þeim tæki til að íhuga, skapa og móta eigin framtíð. Í haust flytur Menntavísindasvið Háskóla Íslands í nýtt húsnæði á melunum í Sögu við Hagatorg þar sem öll aðstaða í list- og verkgreinum verður hin glæsilegasta. Höfundar eru leiklistarkennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hafa verið leiðandi í leiklist og kennslufræði leiklistar. Rannsóknir þeirra hafa m.a. snúið að bættum kennsluaðferðum í leik- og grunnskóla með aðferðum leiklistar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun