Rödd barna og ungmenna hunsuð í barnvænu sveitarfélagi? París Anna Bermann Elvarsdóttir, Heimir Sigurpáll Árnason, Fríða Björg Tómasdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Bjarki Orrason, Sigmundur Logi Þórðarson, Aldís Ósk Arnaldsdóttir, Leyla Ósk Jónsdóttir, Rebekka Rut Birgisdóttir, Ólöf Berglind Guðnadóttir og Íris Ósk Sverrisdóttir skrifa 13. júní 2025 08:31 Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Frístund barna Börn og uppeldi Réttindi barna Akureyri Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun